KVENNABLAÐIÐ

DIY HÚSILMUR – Fimm ÓMÓTSTÆÐILEGAR uppskriftir að ILMANDI eldhússjurtaseyði!

Sælar! Frúin hér! Alveg dottin ofan í ilmkjarnaolíurnar og jólailmina og Guð má vita hvað! Enda ekkert betra en að gusta hressilega út geðvonskunni og læða jólailminum inn í eldhúsið!

Vissir þú að sniðugt getur verið að setja smá vatn í pott, skera niður vænar appelsínusneiðar, læða kanelstöng út í og láta svo koma upp að suðu? Ha? Alveg er þetta dásamlegt ef ætlunin er að gera góða lykt heima. Þá lætur maður suðuna fyrst koma upp, lækkar svo hitann á hellunni og leyfir blöndunni bara að malla á lágum hita. Allan daginn helst; bætir bara smá vatni í pottinn öðru hverju og VOILA …. ilmurinn í eldhúsinu verður alveg ómótstæðilegur.

simmering-stovetop-potpourri-fall

Sennilega er ekki gott að iðka svona ilmkjarnameðferð þegar litlir puttar eru á heimilinu, forvitnir nasavængir sem enn eru á leikskólaaldri og stutt er upp í eldavélina. Nei, molarnir mínir – þessi mallandi ljúfi ilmur er best geymdur á lægsta hita í ágætum potti sem staðsettur er í órafjarlægð frá forvitnum barnafingrum – ekki má gleyma að bæta vatni á öðru hverju og svo þarf að muna að SLÖKKVA á hellunni þegar allt er yfirstaðið!

simmering-potpourri-on-stove-1024x685

Frúin lætur ilmjurtirnar malla við lægsta hita á hellunni og stillir svo bara eldhúsklukkuna, sem hringir á hálftíma fresti til að minna á vatnsmagnið sem gufar smám saman upp:  il_fullxfull.265872456

Alla vega, elskurnar mínar! Ef öryggið er sett á oddinn getur verið alveg dásamlegt að smella ilmjurtum í eldhúspott og kveikja undir hellunni, – baka jafnvel eina eða tvær smákökusortir og smella jólalögum á fóninn. Svo slakandi og hollt fyrir sálina sem það nú er og afraksturinn er svo auðvitað bros á vör og gleði í hjarta!

Hér fara fimm hugmyndir að sálarstyrkjandi aðventuilm!

veggies-sustainability-today-1-150422_34ed18e10143d6b409eb74f1ffaa89ff.today-inline-large

#1 – Kanell og epli með appelsínu- og negulkeim

Kanelstangir

Ferskt og þykkt skorið eplahýði

Appelsínusneiðar

Heill negull  cloves

#2 – Epla- kanel og smárailmur

Hreinn eplasafi

Kanelstangir

Heill negull

Orange-peel #3 – Vanillu- og appelsínuilmur

Hreint og lífrænt vanilluþykkni (fáeinir dropar)

Appelsínubörkur utan af einni appelsínu

Isolated Fir Branch

#4 – Greni, kanell og sítrus með dass af negul

3 vænar grenigreinar eða handfylli af ferskum greninálum

2 kanelstangir

1 tsk negulnaglar

2 lárviðarlauf

Lófafylli af appelsínuberki

Lófafylli af sítrónuberki  anise-herbal-tea-herbs

#5 – Lakkrís, negull og kanell með appelsínu

2 msk heilar negulstangir

2 kanelstangir

5 heil stjörnuanisblóm

Börkur utan af heilli appelsínu

diy-simmering-potpourri-760x428

 Megi aðventunni fylgja ljúfur ilmur!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!