KVENNABLAÐIÐ

D I Y: Færðu GÖMLU GJAFABORÐANA í NÝJAN búning fyrir JÓL

Frúin er mætt, elskurnar! Hress og spræk með jólaföndrið á kantinum, forvitin og iðandi barnabörn á kafi ofan í súkkulaðiskálinni og sæg af silkiborðum í öllum regnbogans litum!

Haldið þið að Frúin hafi ekki rambað á þetta ægifagra blogg. Auðvitað gegnum Pinterest; hvar annars staðar á Frúin að finna svona fínerí? Ha? En svo á Frúin líka þessa ægifögru silkiborða frá hinum og þessum hátiðum sem ætlunin var alltaf að endurnýta en aldrei varð af.

Red-Background

Nú, svo er auðvitað bara gaman að spandera í nýja borða! Jólin eru svo litrík hátíð og aðventan svo ægifögur í öllum sínum súkkulaðiljóma. En hér fer sumsé rosa smart jólaskraut sem má hengja á jólatréð, búa til óróa úr og setja upp í glugga og Guð má vita hvað fólki dettur í hug!

ÞETTA ÞARFTU Í FÖNDRIÐ:

Fallega löguð sprek og hríslur að lágmarki 15 cm löng

Marglitir gjafaborðar sem hægt er að hnýta um hríslurnar

Föndurskæri til að snyrta gjafaborðana til

Föndurlím eða límbyssa með límstifti

Tágaband ti að hnýta um sprekin

IMG_0933-copy

Skemmtilegast er auðvitað að láta þau stuttu hnýta saman silki- og föndurborðana í þeim tilgangi að kenna þeim að hnýta og reima, því föndrið er frábær leið til að kenna litlum fingrum réttu handtökin sem seinna meir nýtast við að hnýta reimarnar á strigaskóm.

IMG_0875-copy

Best er að hnýta fyrst borðana og snyrta svo formið til með föndurskærunum, eins og sjá má á þessum fallegu ljósmyndum; en frábært er að tryggja tágabandið sem hnýtt er um sprekin með því að taka upp límbyssuna og tylla nokkrum dropum undir tágabandið.

Upp með föndurborðana!

Scrap-Ribbon-Tree-Ornaments

Það eru að koma jól!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!