KVENNABLAÐIÐ

Fjórar óvæntar afleiðingar góðverka

Veistu hvers vegna það er svo gott að gera góðverk? Hvað er það sem raunverulega gerist? Hvað er það sem fær fólk til að gera eitthvað gott fyrir aðrar manneskjur?

Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á góðverkum fólks, er mjög líklegt að verknaður sem slíkur hvetji aðra til þess sama. Smitandi eins og hlátur. En það er nú eitthvað sem flestir vita. En það er fleira sem gerist og færri vita!

Svo virðist vera að verknaður öðrum til góðs hafi ekki einungis andlegan og tilfinningalegan ávinning fyrir þann sem framkvæmir góðverkið, þetta hefur líka áhrif á líkamsstarfssemina!

Góðverk draga úr félagslegum kvíða:

Rannsókn sem gerð var í Háskóla British Colombia sýndi fram á að smávægilegustu góðverk geta dregið úr félagslegum kvíða og félagsfælni. Auk þess að bæta skapið og ánægju með sambönd og tengsl yfirhöfuð, tilkynntu þáttakendur rannsóknarinnar um minni kvíða í félagslegum aðstæðum.

Góðverk lækka blóðþrýstinginn!

Að gera góðverk skapar tilfinningaleg tengsl sem leysa úr læðingi hormón sem kallað er oxytocin. Þó þetta ákveðna hórmón sé vanalega tengt kynferðislegum nánum tengslum, getur það einnig farið af stað í jákvæðum félagslegum samskiptum. Oxytocin veldur því að ákveðið efni sem víkkar æðar, losnar út í líkamann. Og víkkaðar æðar tákna meira pláss fyrir blóðstreymi og þar með ertu búin að lækka blóðþrýstinginn.

Almenn skapgerð þín mun breytast til batnaðar:

Sumir rannsóknaraðilar á þessu sviði, hafa komið upp með þá kenningu að það er ekki eingöngu á þeim tíma er góðverkið er framkvæmt, sem okkur líður vel og skapið batni, heldur batni líðan okkar almennt séð til langtíma. Þegar áðurnefnt hormón, Oxytocin, fer í gang í félagslegum samskiptum, eins og t.d. þegar við gerum eitthvað fallegt fyrir náungann, er það tengt við aukna jákvæðni okkar og sjálfsmat.

Og hér er nokkuð sem kemur svolítið á óvart.

Meltingarfæri þín verða heilbrigðari!

Yndislega hlýja tilfinningin í maganum sem við finnum eftir að hafa gert eitthvað gott fyrir aðra, er í rauninni vegna smá kælingar sem á sér stað í maganum. Rannsókn sem yfirmaður líffæra- og frumufræði deildar í Colombia háskólanum,  Dr. Michael Gershon , framkvæmdi, sýndi fram á það að þetta yndislega hormón, Oxytocin getur kælt niður bólgur í meltingarveginum.

Og þetta er algjörlega fyrir utan það sem góðverk gera fyrir fólkið sem þau beinast að.

Þetta er eitthvað sem er þess virði að við smitum aðra af!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!