Hrá – eftirréttir bjóða okkur öllum uppá að láta eftir okkur dásamlegt bragð og áferð án þess að bæta á mittismálið.
Bláberja, vanillu og hlynsýróps hrá – terta með ferskju og ástaraldin salati.
Hráefni í botninn:
1 og ½ bolli af möndlum
6 ferskar og þurrkaðar döðlur
2 msk kókósolía
2 msk af bræddu kakósmjöri
Fræ úr einni vanillu stöng
Og klípa af salti
Framkvæmdin:
Settu öll hráefnin í matarvinnsluvél. Látið hrærast vel saman. Finndu svo form að eigin vali og settu deigið úr matarvinnsluvélinni í formið og pressaðu það vel í botinn og upp hliðarnar. Settu svo formið inní frysti.
Miðjan:
½ bolli af muldum möndlum
2/3 bolli af kókósmjöli – fersku
2 msk hlynsýróp
2 msk kókósolía
2 msk kakósmjör, bráðið
Fræ úr einni vanillustöng
Leiðbeiningar:
Settu öll hráefnin í blandarann og láttu hrærast vel saman. Taktu svo úr blandaranum og settu blönduna ofan á botninn sem að þú settir í frystinn. Þetta fer svo inn í ísskáp til að jafna sig.
Bláberjakrem
Hráefnin:
1 og ½ bolli af kasjúhnetum sem voru í bleyti
½ bolli af ferskum bláberjum
1/3 bolli af kókósolíu
¼ bolli af vatni
¼ bolli af maple sýrópi
Fræ úr einni vanillustöng
Setjið öll hráefnin nema bláberin í blandarann og látið hrærast þangað til þetta er mjúkt. Setjið svo í skál og blandið bláberjunum saman við. Þetta er svo næsta lag ofan á tertuna sem er inní ísskáp. Munið að hafa tertuna áfram inní ísskáp.
Ávaxta salat
Hráefnin:
2 ástaraldin
2 ferskjur
1 banani
¼ bolli af ferskri saxaðri myntu
4 msk kókósjógúrt
Leiðbeiningar:
Skerðu ferskju og banana í litla bita. Skerðu ástaraldin í tvennt og fjarlægðu fræjin og kjötið. Hrærðu kjötið og myntuna saman.
Berið tertuna fram með kókósjógúrt og ávaxtasalatinu.
Njótið ~
Uppskrift þessi er í boði HEILSUTORG, þar sem fleiri heilnæmar uppskriftir er að finna: