Kæra Deitbók –
Hér kemur vandræðalegasta færsla sem ég hef skrifað. Færslan er svo vandræðaleg að ég hef varla viljað skrifa hana í þessa dagbók þar sem mig hefur mest langað að gleyma henni. Eftir á að hyggja er hún samt svo sjúklega fyndin að ég bara verð.
Ég hef nefnilega verið að hugsa dáldið út í þráhyggju. Ég vildi að ég væri bara ein af þeim sem menn fá bara þráhyggju fyrir, en svo er ekki. Ég hef prófað að vera hinu megin og það var hræðilegt. Að vera með þráhyggju er það versta sem komið hefur fyrir mig í allri minni deitsögu.
Hér kemur hún:
Ég var búin að vera lengi smá skotin í einum gaur sem vissi ekki hver ég var. Eitt sinn sáum við hvort annað á skemmtistað og náum þannig augnsambandi að það var furðulega langt. Við bara störðum á hvort annað. Kannski var það bara þannig fyrir mig en ekki hann en eftir að hafa starað á hvort annað frekar lengi, án þess að líta af hvoru öðru, þá labba ég upp að honum, faðma hann, og labba síðan í burtu með vinum mínum. Ef ég hefði verið edrú hefði ég varla talið það eðlilegt að labba upp að honum og knúsa hann eins og frænka sem hann hefur þekkt síðan alltaf. Hann faðmar mig á móti og horfir á eftir mér þegar ég labba í burtu.
Við hittumst síðan nokkrum sinnum í gegnum vini og fórum að tala saman. Ég var með fiðrildi í maganum sem flugu með mig á einhvern annan stað í veröldinni í hvert sinn sem hann leit á mig. Ég var tilbúin að segja já við hverju sem var og vera sammála öllu sem hann sagði, bara vegna þess að mig langaði að fá hann upp í rúm til mín og það helst strax.
Við töluðum saman í gegnum skilaboð nokkrum sinnum og síðan fóru þau skilaboð smám saman að verða dónalegri. Ég vonaðist eftir hittingi nokkrum sinnum þegar hugmyndin barst í tal, gerði mig svakalega fína, passaði að vera nýrökuð, nýmáluð og í flottustu nærfötunum mínum, en það varð aldrei þannig að við hittumst. Var alltaf eitthvað sem klikkaði.
Eitt kvöldið fæ ég dónóskilaboð og svara á móti eins og vanalega, ég svara með greddupöddunni í mér. Ég hef svakalega gaman að því að perrast smá í gegnum skilaboð og hita gæjann vel upp áður en ég hitti hann en þarna var ég sko með öll orðin á hendi sem sæma aðeins klámstjörnu að segja. Ég fór í einhvern annan karakter.
Ég gerði ekki ráð fyrir því að eitthvað yrði úr því að við myndum hittast þetta kvöldið frekar en áður og var þannig útlítandi heima hjá mér að ég forðaðist að líta í spegil. Ég var nýkomin úr brjóstaaðgerð og brjóstin á mér voru harðari en granít. Ég var með hárlengingar sem höfðu farið til fjandans og voru allar í flækju, með gleraugu, ómáluð og í náttfötum með myndum af köttum á sem ég myndi aldrei láta neinn sjá mig í.
Þar fyrir utan þá var vinkonan á mér þannig að ég var með beittustu brodda sem til eru. Ég hef aldrei lent í þessu áður, en hún varð bara eins og sandpappír. Kannski rakaði ég of fljótt eftir að hafa rakað áður eða þá var rakvélin orðin léleg.
Í sófanum sit ég samt með tölvuna mína og tala um hversu mikið ég þrái hann og að ég vilji að hann komi til mín. Hann segist ekki geta komið alla þessa leið þar sem hann væri ekki með bíl, en ég held áfram: „Nei þú verður að koma, ég er svo gröð“ ennþá í kisunáttfötunum með nachossósu langt út á kinn. Bara bjóst ekki við því að hann myndi mæta hvort sem er. Það er mjög auðvelt að vera sexy í orðum án þess að vera það í raun og veru.
„Ég er fyrir utan.“
Ó fokk! Ó sjitt! Nei! Af öllum þeim skiptum sem ég hef verið svo fín og tilbúin fyrir hann þá birtist hann núna! Ég hleyp inn á bað og tek málningardótið mitt og mála mig á 3 sekúndum, illa. Set hárið í tagl svo hárlengingarflækjunar sjáist ekki, ennþá í helvítis kisunáttfötunum en hvað á ég að gera? Láta hann bíða úti endalaust?
Ég hleypi honum inn, spennt að sjá hann en á sama tíma miður mín yfir að hann fær þarna að sjá ljótustu útgáfu af mér sem til er. Hann fékk lánaðan bíl, keyrði 20 km til að hitta mig og datt ekki í hug að láta vita áður en hann lagði af stað. Í alvöru?
Ég opna hurðina og hann tekur utan um mig um leið og kyssir mig. Eins og úlfur. Ég verð svo gröð við þetta. Ég bakka í átt að svefnherberginu á meðan hann kyssir mig og hann fylgir mér. Þegar þangað er komið ýtir hann mér upp að veggnum og ég finn hvernig hendurnar á honum flækjast í ömurlegu hárlengingunni minni. Þrír lokkar duttu úr eftir að hann var farinn. Hann færir hendina niður að brjóstunum á mér sem eru harðari en allt eftir aðgerðina. Ég vildi að ég væri ekki svona meðvituð um þetta.
Til að forðast að hann finni of mikið fyrir því hversu gervileg brjóstin á mér eru núna og hversu hræðilegt hárið á mér er, ýti ég honum frá mér og í rúmið. Það reyndist vera aðeins harkalegra en ég ætlaði mér og hann bara hrynur aftur fyrir sig og í rúmið mitt og ég sest ofan á hann. Ég bara ákvað að ég ætli bara að gefa honum besta kynlíf sem hann hefur nokkurn tímann fengið og fer í það með hörku, meiri hörku en ég ætlaði mér.
Ég klæði hann úr og hann klæðir mig úr og ég fer niður á hann. Eitthvað sem ég geri aldrei þegar ég er að sofa hjá einhverjum í fyrsta sinn, en mig bara langaði að gera allt sem ég kunni best.
Ég var með svona bindigræjur í rúminu mínu við höfðagaflinn sem voru alltaf hugsaðar meira sem djók og voru bara með frönskum rennilás svo auðvelt var að losna úr þeim, en það vissi ekki hann. Ég er hér ofan á honum, tek hendina á honum upp og vef „handjárnunum“ utan um hendina á honum. Mér líður eins og ég sé hér einhver ofurkona að uppfylla allar hans fantasíur, en svo var ekki.
„Hvað ertu að gera?“ spyr hann hissa. Ég bið hann um að leyfa mér að gera þetta þar sem ég er hér komin í einhvern sadistagír og orðin alveg frekar geðveik í þeirri tilraun að sýna honum að ég hafi verið þess virði að fá lánaðan bíl og keyra lengri leið til að hitta.
„Leyfðu mér þá frekar að binda þig,“ segir hann. Ég mótmæli og segi að ég vilji vera ofaná, enda mjög meðvituð um það að ég er með órakaðar lappir, sandpappírspíku, hörð brjóst og lélegar hárlengingar í kisunáttkjól. Ég væri mest til í að geta stjórnað þessu alveg og bundið fyrir augun á honum.
Hann segir að hann vilji vera ofaná.
„Ok ,sleppum þessu bara,” segi ég og fer niður á hann aftur, en finn þá að hann er alveg dottinn niður.
„Ætlarðu ekkert að vinna með mér hérna?“ spyr ég hann.
„Hélstu í alvörunni að ég myndi fíla þetta?“ spyr hann mig.
„Ég sko, veit það ekki.“
„Ok, leyfðu mér að sjá þig aðeins,“ segir hann og setur hendina í klofið á mér, bara til að finna að ég var eins og sandpappír þarna. Hann sagði reyndar ekkert um það en ég vissi það og hugsaði bara um það frekar en að njóta þess þegar hann snerti mig.
Vinurinn fór ekkert aftur í gang.
„Þetta dæmi þyrfti eiginlega að byrja alveg upp á nýtt,“ segir hann. Ég spyr hann hvort hann vilji fara út og koma svo aftur inn og hann hlær. Mér var samt eiginlega alvara. Getum við tekið þetta alveg upp á nýtt?
Þetta var bara orðið alltof furðulegt, og það var mínum ákafa að kenna. Ég var komin í eitthvað sadista hlutverk og sýndi allt of mikið til sjálfsöryggi til að reyna að bæta upp fyrir það að vera svo langt frá því að vera sjálfsörugg.
Ég fer af honum og leggst við hliðina á honum. Við liggjum þarna nakin, án þess að hafa sofið saman og tölum um allt og ekkert í 2 tíma. Hann segist síðan þurfa að fara og ég er í bömmer að þetta skuli vera hvernig hann man eftir mér. Ég segi þó ekkert um það og við ákveðum að hittast aftur.
Við tölum saman eftir þetta og um það að við ætlum að hittast aftur. Hann býr til afsakanir til að hitta mig ekki, segist vera fastur einhvers staðar eða þurfa að gera hitt og þetta. Ég fæ algjöra þráhyggju fyrir því að sýna honum að ég sé ekki geðveik. Ég geri vandræðalegar tilraunir til að fá að hann til að hitta mig aftur, án árangurs.
Hann hættir fyrir rest að svara mér.
Það var líka eina leiðin fyrir hann til að loka á þetta, býst ég við. Ég hefði líklegast aldrei hætt. Ég þurfti svo mikið að sannfæra hann um að ég væri ekki geðveik að ég sýndi geðveikustu hliðar á mér sem nokkur maður hefur séð.
Ég henti þessum bindigræjum á rúmgaflinum eftir þetta og skammast mín ennþá. Við töluðum þó aftur saman eftir nokkra mánuði af þögn og hann var sem betur fer hinn almennilegasti við mig. Ég óttaðist mest að hann myndi segja fólki frá því þegar Vaka væri vælandi í honum um að ríða sér eftir mislukkaða tilraun til þess, en það virðist hann ekki hafa gert.
Við deilum þá bara þessu litla mómenti á milli okkar, þar sem ég var klikkaður sadisti með þráhyggju og hann náði honum ekki upp.
Þín,
Vaka Nótt