Adele sneri hressilega á eigin aðdáendur fyrir örfáum dögum síðan, þar sem hún mætti í dulargervi til að taka þátt í eftirhermukeppni á flutningi, en eitt getur dívan ekki dulið og það er eigin raddstyrkur.
Þannig mætti Adele með gervihöku og falskt nef til leiks og í samráði við Graham Norton sem gert hefur garðinn frægan hjá BBC blekkti hrekkjótt tvíeykið grunlaua Adele aðdáendur sem komnir voru saman til að flytja lög hennar í þeirri von að eitthvað þeirra myndi fara með sigur úr býtum.
Auðvitað komst svo allt upp þegar Adele steig loks á svið en eitt verður ekki tekið af stúlkunni, sem er að hún býr yfir ótvíræðum hæfileikum á sviði leiklistar og ætti án efa að leggja kvikmyndaleik fyrir sig!