Þegar kalt er í veðri er fátt notalegra en að kúra sig undir hlýju teppi í djúsí prjónapeysu við kertaljós. Kaðlaprjónmunstrið er að mínu mati táknmynd alls sem er kósý og notalegt.
Kaðlaprjónspeysur eru alltaf klassískar
En munstrið er einnig hægt að nýta í allskyns húsbúnað, svo sem:
- Bolla fyrir heitt kakó á köldum kvöldum
- teppi og kodda til að leggjast í dvala innan um
- Jafnvel á kökur. Afhverju ekki? Það er svo dásamlega fallegt
Nýjasta trendið er hinsvegar að nota munstrið á neglur.
Mér finnst það koma ótrúlega vel út og það hjálpar manni að taka notalega stemningu með sér út í daginn.
Ég veit allavega hvernig mitt næsta naglalúkk verður, þ.e.a.s ef ég finn einhvern sem er til í að gera hægri höndina!