KVENNABLAÐIÐ

LOKSINS! – BLOKKAÐU FYRRVERANDI á Facebook án þess að HENDA AF VINALISTA!

Vegir Facebook eru órannsakanlegir, en nú standa yfir prófanir á nýjum möguleika sem gerir einstaklingum í ástarsorg kleift að loka á fyrrverandi án þess að henda honum (eða henni) út af vinalistanum.

Hvernig? Jú, í nýrri bloggfærslu sem samskiptamiðillinn birti nú fyrir skemmstu og ber heitið Improving the Experience When Relationships End fer Kelly nokkur Winters, sem starfar hjá Facebook, þannig yfir nýja nálgun Facebook á valmöguleikum þeim sem notendur hafa þegar sambandi lýkur.

YzE0ODEyMmRmMyMvWG95TzAwYzlHYWpneUxTeFl4MEZJZ2c1NlpRPS82eDA6OTU0eDc3MS85MDB4NzMyL2ZpbHRlcnM6cXVhbGl0eSg3MCkvaHR0cDovL3MzLmFtYXpv

Nú verður þannig hægt að velja hvort þú vilt sjá stöðuuppfærslur frá fyrrverandi í fréttaveitunni; hversu oft þú sérð nafni og prófílmynd viðkomandi bregða fyrir, hægt verður að blokka uppfærslur frá þeim með öllu og þú getur líka komið í veg fyrir að algóryþmi Facebook leggi þannig til að þú taggir fyrrum elskhuga eða ástkonu á ljósmynd eða í stöðuuppfærslu. Eins og það sé þá heldur ekki nóg, heldur getur þú líka héðan í frá stýrt því hvaða vinir sjá eldri stöðuuppfærslur þar sem þú og þinn eða þín fyrrverandi komið fyrir saman.

puj47mlidvpx72cjvvcwxvxwtlsdpqghsiebo57qxfbl64ubd34m4qqbqse2vmpc

Einungis verður hægt að prufukeyra valmöguleikann í Bandaríkjunum fyrst um sinn en innan tíðar verður opnað á valmöguleikann fyrir notendur víða um Evrópu.

Í sjálfu sér má segja að nýji valmöguleikinn gefi kost á því að ljúka sambandi hljóðlega og það án þess að eyða viðkomandi af vinalistanum en lágmarka eigin sálarskaða um leið, alla vega í fyrstu – en þess má geta að fyrrum maki fær enga tilkynningu um breytinguna og allt lítur út sem áður.

Með þessu virðist Facebook loks hafa viðurkennt hversu erfið sambandsslit eru, hversu ljótan dilk það getur dregið á eftir sér að eyða viðkomandi af vinalistanum en um leið hversu eyðileggjandi sálræn áhrif það getur haft að sjá myndir af fyrrverandi með kokteil í hönd og í sleik við aðra manneskju er og við segjum því …

TAKK FACEBOOK!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!