KVENNABLAÐIÐ

D E K U R: Lífrænn SYKURSKRÚBBUR með BRÚNU BANANAMAUKI og DÖKKUM PÚÐURSYKRI

Hvaða kona kannast ekki við að láta augun renna eftir rekkunum í snyrtivöruversluninni, andvarpa þegar verðið ber upp og festa svo að lokum kaup á rándýrum líkamsmaska / verksmiðjuframleiddum sykurskrúbb sem hentar jafnvel ekki þegar heim er komið?

Hér er ekki einungis verið að vísa í svimandi há verð á snyrtivörum, heldur einnig þá staðreynd að tilbúnar snyrtivörur innihalda oft óæskileg aukaefni sem geta framkallað ofnæmisviðbrögð á borð við útbrot, kláða og þurrkbletti.

screenshot-www.brit.co 2015-11-19 13-26-45

Líkamsskrúbburinn á að laða fram silkimjúka, vel ilmandi og mýkri líkamshörund – lífrænt ræktuð innihaldsefni og jafnvel hráefni sem er að finna í ísskápnum, eldhúshillunni og ávaxtaskálinni geta gert gæfumuninn að ekki sé minnst á hversu neysluvænna það er að útbúa sínar eigin snytivörur sjálfur. Steinefni, vítamín og heilbrigður raki; dásamlegt í einu orði sagt.

screenshot-www.brit.co 2015-11-19 13-09-08

Þessi nærandi banana- og brúnsykursmaski er olíulaus en afar nærandi og frískar upp á hörundið. Þess utan er maskinn stútfullur af vítamínu og steinefnum sem hafa herpandi og yngjandi áhrif á hörundið og er svo dásamlega heilnæmur að þú gætir borðað hann af hörundinu ef þig lysti!

screenshot-www.brit.co 2015-11-19 13-10-46

I N N I H A L D:

1 bolli brúnsykur (púðursykur)

3 vel þroskaðir og allra helst brúnir bananar

Hrærið út brúnsykurinn (púðursykurinn) og niðurstappaða banana (þeir eiga að vera vel brúnir og þroskaðir, því gulir og hæfilega þroskaðir bananar eru of stífir og óþjálir í blönduna) og notaðu til þess ágæta sleif, smjörhíf eða gaffall. Ágætt getur verið að nota fingurna að merja bitana niður í skálinni til að mýkja blönduna, sem er svo heilnæm að þú gætir allt eins borðað maskann upp úr skálinni! Mundu að velja lífrænt ræktaða banana og lífrænt ræktaðan brúnsykur úr hillunni í matvöruversluninni!

Berið á andlit, bringu, axlir og handleggi – látið maskann verka í u.þ.b. 5 – 10 mínútur og skolið vel af í sturtunni! Árangurinn er frísklegra hörund og ekki spillir ilmurinn fyrir.

bananasf

Dásamlegt dekur í upphafi helgar!

Ljósmyndir // Brit + Co

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!