KVENNABLAÐIÐ

K A R L M E N N S K A: Ellefu lítil leyndarmál um stráka

Karlar upplifa óöryggi líka. Þeir eiga „feita“ daga, hugsa talsvert um hárið á sér og óttast höfnun meir en allt annað. Hér á eftir fara nokkrar staðreyndir sem karlmenn glíma við á hverjum degi en enginn þeirra þorir að segja upphátt.

Það sem enginn karlmaður segir þér um…

…fatnað kvenna.

Við erum miklu fljótari að átta okkur á því hvar fötin eru ekki; fremur en hvar þau eru.

…um hárið á sér.

Flestum karlmönnum er verulega umhugað um eigið hár. Þó er einhverjum alveg sama og þar koma derhúfurnar sterkar inn.

…um eigin líkama.

Karlmenn eiga „feita“ daga líka. Meðan konur segja: „Ó, en þú ert ekkert feit!“ segja strákarnir: „Heyrðu maður, þú ert alveg að hlaupa í spik“ sín á milli.

…um líkamsrækt.

Karlmenn borða það sem þeim dettur í hug en á móti kemur að þeir æfa líkamsrækt eins og brjálaðir menn. Þeir fara ekki í ræktina út af ánægjunni einni saman.

…versta ótta þeirra.

Höfnun. Karlmenn eru oft skelfingu lostnir þegar þeir bjóða konu út. Þetta getur orðið svo slæmt að þú ættir í raun að ganga með miða framan á þér sem segir: „Bjóddu mér á stefnumót!“ Að öðrum kosti á hann örugglega ekki eftir að þora því.

…að hlusta á þig.

Karlar hlusta öðruvísi en konur. Þeir skrúfa niður í hljóðstyrknum þegar þeir hafa náð tilgangi sögunnar. Þeim er alveg sama hvernig taskan var á litinn. Komdu þér bara að efninu!

…Valentínusardag.

Karlmenn þola ekki Valentínusardag. Þetta er næstum 100% öruggt. Allur þessi þrýstingur? Jafnvel þó maðurinn sé „rómantíska týpan“ kemur bara eitt orð í hugann á þessum degi: „Ó nei!“

…mæður þeirra.

Þegar öllu er á botninn hvolft, skiptir atkvæði mömmu alltaf máli. Ef þú ert ekki undir hjá mömmu hans, áttu erfiða tíma í vændum.

…særðar tilfinningar.

Karlmenn hljóta þjálfun í að fela tilfinningar sínar frá unga aldri. Þeir læra að taka á málunum eins og gamli kúrekajálkurinn John Wayne og læra að vera ekki með „neitt vesen“. Sennilega ekki heilbrigðasti hlutur í heimi.

vinkonur.

Víst geta karlmenn átt vinkonur án þess að kynlíf komi þar við sögu. Ef hann hefur ekki enn stigið skrefið þegar mánuður er liðinn, á hann ekki eftir að gera það.

…þeirra innstu þrár.

Karlmenn vilja vera með konu sem trúir meir á þá en þeim er unnt að gera sjálfir.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!