Freknur geta verið alveg sjúklega sexí, en ekki allir eru svo lánsamir að geta státað af því að fá freknur þegar út í sólina er komið. Hins vegar, takist snyrtifyrirtækinu Freck Yourself að kosta framleiðsluna, verður brátt hægt að panta gervifreknur með litlum tilkostnaði – förðunarborða sem tryggja sýnilegar andlitsfreknur í allt að 4 – 6 vikur.
Ansi sérstæð fjármögnun stendur þanni gyfir á Kickstarter um þessar mundir, en freknusettið sem fyrritækið hyggst setja á markað, mun innihalda eina 72 sjálflímandi förðunarstensla og freknufarða sem er ekki ólíkur sjálfbrúnkandi farða. Förðunarstenslarnir eru allir útbúnir örsmáum deplum sem mynda freknurnar, sem koma í ljós og sitja eftir á hörundinu þegar farðinn hefur verið borinn á og stensillinn er fjarlægður.
Stórsniðugt og bráðskemmtilegt, en Remi Brixton, sem er talsmanneskja Freck Yourself sagði þannig í viðtali við vefmiðilinn Mashable að sjálf saknaði hún freknanna ævinlega þegar ský drægi fyrir sólu á haustin:
Með þessu móti langar okkur að bjóða upp á tímabundnar freknur, sérstaklega meðan á myrkasta skammdeginu stendur – án þess að fólk þurfi að húðflúra freknurnar á sig með öllu.
Hér að neðan má sjá hvernig ætlast er til að fólk noti frenkustenslana, sem væntanlegir eru á markað ef fjármögnun ber árangur – en Kickstarter síðuna má skoða HÉR: