KVENNABLAÐIÐ

Slóttugar mörgæsir setja dýragarðinn í Óðinsvéum á annan endann!

Slóttugar mörgæsir sem sluppu á ævintýralegan hátt úr annars öruggum vistarverum sínum í dönskum dýragarði í Óðinsvéum, hugðust smjúga undan árvökulum augum starfsmanna en höfnuðu þess í stað í algerri sjálfheldu.

Það voru örsmá fótsporin sem komu upp um strokufuglana, sem smeygðu sér gegnum rifu á búri sínu og trítluðu vongóðir í leit að algeru frelsi eftir ranghölum dýragarðsins en gengu á vegg – í nær bókstaflegri merkingu.

Atvikið, sem átti sér stað fyrir um það bil viku síðan, var fest á filmu og af atburðarásinni sjálfri sem hér má sjá – er ekki annað að merkja en að æsispennandi sé að starfa í dýragarði – í það minnsta eru mörgæsir allt annað en vitlausar!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!