Justin Bieber „púllaði Beyoncé“ í undangenginni viku og gaf orðalaust út 13 myndbönd við öll lögin sem finna má á nýrri breiðskífu hans, eitt á klukkustundar fresti nú á föstudaginn sl. sem jafnframt var 13 nóvember.
Breiðskífan, sem jafnframt er sú fjórða sem Bieber gefur út, ber nafnið Purprose: The Movement, en með orðaleiknum að púlla Beyoncé á útgáfumál er að sjálfsögðu átt við útpsil stórsöngkonunnar sem gaf steinþegjandi og hljóðalaust út heila breiðskífu með meðfylgjandi myndböndum skömmu fyrir jól árið 2013 og setti heimsbyggðina bókstaflega á annan endann með uppátækinu.
(Grein heldur áfram neðan við myndband)
Sjálfir útgáfutónleikarnir fóru fram í Los Angeles á föstudag, samhliða því sem myndböndin fóru í loftið – eitt af fætur öðru og flutti Bieber meðal annars lögin Sorry, What Do You Mean og frumsýndi við fyrrgreint tækifæri, stutmyndina Purpose: The Movement, sem hefst á ákveðnu uppgjöri gullbarkans þar sem hann segir í einlægni frá þeirri byrði sem frægðin er.
Sýnir fyrsta myndbrotið, sem sjá má hér að ofan, meðal annars sárustu augnablik Bieber á ferðalagi sínu gegnum dimma dali sviðsljóssins en brestur svo á í dansi. Hér að neðan má sjá öll útkomin myndbönd með nýrri tónlist Bieber í útgáfuröð: