Falleg jóladagatöl gera biðina eftir jólunum einstaklega ljúfa. Þau stytta börnunum biðina og einnig gera þau það mun bærilegra fyrir þá fullorðnu að skríða fram úr á köldum, dimmum desembermorgnum vitandi að lítill glaðningur bíður þeirra.
Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um jóladagatöl eru gömlu góðu súkkulaðidagatölin. Hinsvegar eru svo ótal margir möguleikar í boði og margar tegundir er hægt að gera sjálfur með tiltölulega lítilli fyrirhöfn.
Hér eru bara nokkrir möguleikar sem hægt er að nýta sér:
Svo er það undir hverjum og einum komið hvað er sett í umslögin eða pakkana. Súkkulaði og annað sælgæti er alltaf klassískt en svo getur verið gaman að breyta út af vananum og setja litlar snyrtivörur, miða á tónleika, lottómiða, ástarbréf eða hugmyndir af jólalegum stundum sem fjölskyldan getur átt saman.