KVENNABLAÐIÐ

M A T A R K L Á M – Beikonvafðir avókadóbitar með stökkri púðursykurs- og chiliskorpu

Lífið getur ekki bara snúist um heilbrigða lífshætti og hollan morgunverð. Reyndar var það einmitt skáldið sem svo mælti að maðurinn lifði ekki af brauði einu saman (skáldið það var væntanlega ekki með glútenóþol þó) en fjárinn hafi það; allt er leyfilegt á föstudögum.

Líka beikonvafðir avókadóbitar sem velt hefur verið upp úr púðursykri og chilidufti, ofnbakað við háan hita í skamma stund – stökkt, brakandi og ferlega ljúffengt. Uppskriftin þessi er ekta föstudags, ilmar af nautnum og felur í sér munúðarfull loforð. Ef þetta slær ekki í gegn yfir helgina …

Bacon-Wrapped-Avocados2

I N N I H A L D S E F N I:

4 – 6 ræmur af beikoni

1 avókadó

⅓ bolli púðursykur

½ – 1 tsk chiliduft

avocados

L E I Ð B E I N I N G A R:

Hitið ofninn í 220 gráður

Blandið saman púðursykrinum og chiliduftinu í lítilli skál, leggið til hliðar

Klæðið bökunarplötu með álpappír

Skerið avókadóaldinið niður eftir endilöngu svo úr verði vænar sneiðar

Skerið nú hverja beikonsneið í 3 – 5 hluta og vefjið utan um avókadósneiðarnar, veltið upp úr púðursykursblöndunni og hagræðið á bökunarplötunni

Bakið við 220 gráðu hita í 10 – 15 mínútur, berið fram á ágætum disk og stingið tannstöngli ofan í hvern bita áður en rétturinn er borinn fram

FÖSTUDAGS <3

Bacon-Wrapped-Avocados

Uppskrift & Ljósmyndir // Oh Sweet Basil

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!