Missy Elliot er snúin aftur, en ókrýnd drottning hip hop tónlistar, sem tróð eftirminnilega upp í leikhléi Ofurskálarinnar í félagi við Kate Perry fyrir skemmstu með þeim afleiðingum að internetið fór á aðra hliðina, gaf út myndband við fyrstu smáskífu sína í heil þrjú ár í félagi við Pharrell Williams.
Það er sem við manninn mælt, allt ætlar um koll að keyra í tónlistarheiminum og gagnrýnendur halda vart vatni af hrifningu yfir Missy Elliot – sem sýnir og sannar í annars melódískum og um leið skemmtilega súrrealískum flutningi sínum – að hún hefur engu gleymt, nema síður sé.
Engum sögum fer af því hvort von á sé nýrri breiðskífu, en ritstjórn heldur vart vatni af spenningi og telur fleiri orð óþörf, hér fer smáskífan „WTF (Where They From)“ sem jafnframt er sú fyrsta frá Missy Elliot í þrjú ár!