KVENNABLAÐIÐ

10 hlutir sem þú átt aldrei að setja í uppþvottavélina

Eins og uppþvottavélin er nú frábært heimilistæki, þá er ekki þar með sagt að það megi henda öllu í vélina. Nei, sumt verður þú hreinlega að vaska bara upp á gamla mátann.

Þótt vélin taki nánast allt úr eldhúsinu, getur uppþvottavél líka skemmt góð áhöld og eins eru það hreinlega sumir hlutir sem ekki eiga að fara í vélina. Þið kannist líka við það þegar áhöld verða mött í áferð. Mjög líklega er það eitt skýrasta dæmið um að það er áhald sem á ekki að fara í vélina.

Góðir eldhúshnífar

Hnífar eru viðkvæmari en þú heldur. Uppþvottavélin eyðir af hnífablöðunum og því fer betur með þá að vaska þá bara upp. Eins eiga beittir hnífar það til að gera skrámur í aðra eldhúshluti sem eru í vélinni.

Álpottar og pönnur

Uppþvottavélin hreinsar húðina af álpottum og pönnum og álið fer að ryðga.

Viðaráhöld (að minnsta kosti mörg)

Áður en þú setur viðaráhöld í uppþvottavélina, skaltu lesa á umbúðirnar hvort áhaldið þoli uppþvottavél. Í flestum tilfellum er vatnið í vélinni of heitt fyrir þessi áhöld.

Kristalglös

Kristalglös eða handgerð glös og diskar eiga ekki að fara í uppþvottavélina. Það kvarnast upp úr þeim og þú gætir því allt eins tekið áhættuna á því að láta þau detta í gólfið og athuga hvort þau brotni ,,nokkuð.” Þetta er stell sem þú vilt örugglega fara vel með og fyrir utan hættuna á því að það brotni upp úr glösunum, getur heitt vatnið eyðilagt glansinn.

Smelltu HÉR til að lesa greinina til enda:

heilsutorg

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!