Hvaða sólarpúður fer með misjöfnum hörundslit? Erfitt getur verið að meta hvaða sólarpúður skuli verða fyrir valinu, þar sem svo margir tónar eru í boði á markaðinum og jafnvel getur orkað yfirþyrmandi að standa frammi fyrir valinu í snyrtivörudeildinni. En þó er hægt að styðjast við ákveðnar útlínur og hér fara fáeinar tillögur:
Ef þú ert með ljóst hörund með gylltum undirtón, ættir þú að leita að pallettu sem er með hlýjan ferskjutón, apríkósu og bronsleita litatóna – sem gefur hörundinu hlýjan litablæ án þess að orka yfirþyrmandi.
Ef þú aftur á móti ert með ljóst hörund með bleikum undirtóni, ættir þú að velja þér bæði sólarpúður og kinnalit til að laða fram náttúrulega áferð. Þú ættir að velja meðaldökkt sólarpúður og bera á ennið, nefbroddinn og kinnbeinin fyrst, en bera svo ljósbleikan kinnalit á andlitið – rétt framan á kinnarnar.
Ef þú ert útitekin eða ert með fremur dökka húð ættir þú að geta höndlað dýpri litatóna í sólarpúðri á borð við terra-cotta og koparbrúnt sólarpúður. Mundu bara að sólarpúðrið ættir þú að bera á þá hluta andlitsins þar sem sólin skín hvað mest; kinnbeinin, nefbroddinn og á ennið framanvert og forðast með öllu að bera sólarpúðrið jafnt á allt andlitið – svo ekki verði úr jöfn áferð, sem er gervileg og kemur aldrei vel út.