Pínleg þýðingarvilla í boði Google Translate olli því að efnt var til glæstrar snípaveislu þegar fyrirhuguð sælkerahátið í bæ nokkrum á norðvesturhluta Spánar sem haldin verður í febrúar, var kynnt nú um helgina. Vísa átti til grænmetis sem nefnist rapini, en eitthvað fór úrskeiðis með fyrrgreindum afleiðingum eins og sjá má á skjáskoti að neðan.
Grænmetið sem um ræðir kallast Rapini á spænsku og svipar til spínats, en laufgrænt góðgætið mun stolt bæjarbúa í bænum As Pontes í Galíu á norðvesturhluta Spánar. Þessu greinir staðarvefurinn The Local á Spáni frá og segir jafnframt að gestir hafi orðið flemtri slegnir þegar smelltu á vefsíðu bæjaryfirvalda og sáu að umræddri hátið hafði verið umsnúið í hreina klámuppskeru:
„Snípurinn er í raun uppistaðan i öllu galísku mataræði“ – stóð þannig á opinberri vefsíðu bæjarins, þar sem lesa mátti þýdda lýsingu á hátiðarhöldunum, en mistökin áttu sér stað þegar starfsfólk bæjarskrifstofunnar renndu setningu sem innihélt galíska orðið GREIO yfir á kastillísku, sem er opinber þjóðtunga á Spáni.
Þannig þýddi Google Translate orðin Feire de greio (Rapini hátíðin) og sagði þar standa Feria Clítoris (Snípa-hátíðin) sem olli opinberri skömm og niðurlægingu borgarstarfsmanna þegar upp komst um villuna sl. fimmtudag.
„Árleg hátiðarhöldin hafa státað af snípnum sem einni af helstu munúðarvöru Galíubúa frá árinu 1981” stóð meðal annars skýrum stöfum á vefsíðunni sjálfri, þar sem úrval hráefna í héraðinu var tíundað.
Villan hefur nú verið leiðrétt, en þó ekki fyrr en þýðingarvillan hafði ratað í galíska fjölmiðla þar sem gert var glens að öllu saman. Má til sanns færa að galísk bæjaryfirvöld muni ekki treysta í blindni á rafrænar þýðingarvélar af netinu aftur, en til gamans má geta að svona lítur Rapini út í raun og veru: