KVENNABLAÐIÐ

DIY – Breyttu gamalli hurð í fallegt fatahengi

Mary Jane heldur úti dásamlegri síðu sem hún kallar photogmommie.com og síðuna hennar má sjá HÉR.

Þar er hún að skapa fallega hluti tengda myndum enda er hún með myndavélina uppi öllum stundum og reynir að kenna öðrum mæðrum að mynda börnin sín.

Hún er einnig snillingur í að gera fallega hluti t.d eins og breyta gamalli franskri hurð í fallegt forstofuhengi.  Ef þú ert að leita þér að verkefni heima fyrir til að gera fallegt í kringum þig án þess að þú farir á hausinn og þarft að flikka upp á fatahengið, þá er þetta verðugt verkefni fyrir þig.  Hér er eldri hurð breytt í fallegan myndaramma og fatahengi í senn.

Það er sem þig vantar í þetta verkefni er auðvita hurð, helst svona „franska“ með römmum inn í sjálfri hurðinni.  Uppáhalds myndirnar þínar og svo auðvita flotta snaga til að hengja upp yfirhafnir.

aa

Hurðin góða sem Mary Jane fann fyrir sitt heimili.

aa

Hér er búið að vinna upp hurðina og verið að raða upp myndum.

aa

Gott er að merkja myndirnar og vísa í hvernig þær snúa.

ss

 

gg

Gott er að nota málningar límband til að festa myndirnar ef þú skildir þurfa að laga þær til, þær skemmast ekki.

gg

Hurðin sómir sér líka vel sem bara myndarammi.

nn

Ótrúlega töff fatahengi komi upp og setur skemmtilegan svip á forstofuna. 

Fleiri skemmtilegar umfjallanir um hús og heimili er að finna á vef HEILSUTORG; smellið HÉR til að skoða meira!

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!