Rétt eins og vöxtur og tilvist skapahára eru fyllilega eðlileg, er ekki óeðlilegt að einhverjar konur (og karlar) vilji fjarlægja skapahárin – með öðrum orðum, raka píkuna að hluta, snyrta bikinílínuna eða einfaldlega velja brasilískt, sem felst í að fjarlægja öll skapahárin.
Í nýju myndbandi sem Instagram stjarnan Sjana Earp birti á YouTube rás sinni fyrir örfáum dögum síðan, er farið ofan í saumana á því hvernig raka eða vaxa skuli skapahárin af svo ekki valdist skaði af og hvernig megi hindra að inngróin hár myndist á einu viðkvæmasta svæði líkamans.
Myndbandið er 11 mínútna langt og tekur á ýmsum þáttum; aldrei ætti að notast við þurra rakvél (þ.e.a.s. alltaf ætti að notast við rakolíu eða raksápu) og þá er gott að notast við skrúbbkrem í kjölfar raksturs til að draga úr hættu á inngrónum hárum.
Rétt eins og skapahár eru falleg, náttúruleg og fyllilega eðlileg – er heldur ekki óeðlilegt að ætla að ákveðið hlutfall kvenna kjósi að fjarlægja skapahárin og vissulega er betra og fara vel ofan í saumana á því hvernig best er að bera sig að: