KVENNABLAÐIÐ

Brasilískt – Svona áttu að raka SKAPAHÁRIN án þess að fá INNGRÓIN HÁR

Rétt eins og vöxtur og tilvist skapahára eru fyllilega eðlileg, er ekki óeðlilegt að einhverjar konur (og karlar) vilji fjarlægja skapahárin – með öðrum orðum, raka píkuna að hluta, snyrta bikinílínuna eða einfaldlega velja brasilískt, sem felst í að fjarlægja öll skapahárin.

Í nýju myndbandi sem Instagram stjarnan Sjana Earp birti á YouTube rás sinni fyrir örfáum dögum síðan, er farið ofan í saumana á því hvernig raka eða vaxa skuli skapahárin af svo ekki valdist skaði af og hvernig megi hindra að inngróin hár myndist á einu viðkvæmasta svæði líkamans.

Myndbandið er 11 mínútna langt og tekur á ýmsum þáttum; aldrei ætti að notast við þurra rakvél (þ.e.a.s. alltaf ætti að notast við rakolíu eða raksápu) og þá er gott að notast við skrúbbkrem í kjölfar raksturs til að draga úr hættu á inngrónum hárum.

Auglýsing

Rétt eins og skapahár eru falleg, náttúruleg og fyllilega eðlileg – er heldur ekki óeðlilegt að ætla að ákveðið hlutfall kvenna kjósi að fjarlægja skapahárin og vissulega er betra og fara vel ofan í saumana á því hvernig best er að bera sig að:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!