Ekki henda dagkreminu þegar lítið er eftir í túpunni! Þessu ljómandi góða ráði deildi Helga Jónsdóttir á Facebook í dag. Ritstjórn fékk góðfúslegt leyfi til að endurbirta leiðbeiningar Helgu ásamt leiðbeiningamyndum, en hún segir:
#1
Mig langaði til að deila með ykkur smá ráði þegar kremtúburnar okkar eru að klárast. Ég hélt að allir kynnu þetta ráð, en hef rekið mig oftar en einu sinni á það að svo er ekki:
#2
Þegar maður nær ekki að kreista meira úr túbunni, þá klippi ég hana í tvennt og hef aftari hlutann aðeins lengri. Síðan hreinsi ég úr aftari endanum ef þörf er á og skelli i fram endann. Oft leynist ansi mikill afgangur í túbunni sem getur nýst í nokkra daga.
#3
Svo skelli ég aftari endanum yfir framendann eins og sést á einni myndinni og passa að það það sé þétt og að lofti ekki um. Ég vona að þetta ráð nýtist einhverjum! Ást og friður!