KVENNABLAÐIÐ

Lúlu skrifar frá LA: „Mitt Einkamál“

„Ég er að leita að skyndikynnum. Ég gerir miklar kröfur því ég hef efni á því. Ég er mjög fallegur og fit. Svara engum skilaboðum hérna, sendu mér mynd á eftirfarandi email og ef mér finnst þú myndarleg þá bæti ég þér á listann minn …“

Svona hljómar lýsing hjá einum karlmanni á ónefndum vef. Ég las þetta nokkrum sinnum, skoðaði svo myndina af honum og hugsaði, ja hérna hér! Hann segist hafa efni á því að gera miklar kröfur. Ekki gat ég verið sammála honum þar. Myndin af honum sýndi frekar sóðalegan gaur með sítt hár, órakaðan í margþvegnum langermabol og bara alls ekkert spennandi við hann. Ég hef ekkert á móti skeggi eða síðu hári á karlmönnum en það verður að vera snyrtilegt og HREINT.

borat-eiffel-tower

Hógværðin ætti frekar við á svona vef eins og þessum ótilgreinda. Það nennir enginn að fara að eiga í skriflegum samskiptum við sjálfumglaðan fagran” karlmann sem gerir rosa miklar kröfur og það um skyndikynni en er sjálfur eins og einbúi sem finnst hann sá heitasti í heimi. Sá líka að hann er búinn að vera skráður ansi lengi inn á þennan vef, þannig af öllum þeim konum sem eru þarna inni þá stenst engin hans kröfur um fegurð greinilega.

borat-pic

Æji nei, strákar! Vitið þið ekki að  skyndikynni eru bara eitthvað svo gamaldags. Tala nú ekki um hættuleg bara. Ætlir þú að stunda skyndikynni með einhverjum sem stundar eingöngu skyndikynni, hvernig á maður þá að vita hvar hann hefur dýft sínum félaga og í hvað margar laugar”. Ég veit alveg að smokkurinn er til og allt það, en því miður að þá nota hann allt of fáir á Íslandi. Eitthvað við þetta er bara svo rangt.

Sjá: Lúlú skrifar frá L.A: Ég vil þig bara ef þú ert 50 kíló!

Öll eigum við okkar sögu um tilraunir í kynlífi um skyndikynni og spennulosun jafnvel á óviðeigandi stað þar sem möguleikinn var sá að það gæti einhver séð. En við getum ekki hagað okkur svona alla ævi er það?

screenshot-nmsp6.files.wordpress.com 2015-10-30 21-27-03

Viljir þú vera klassapía eða klassagæi þá skaltu ekki haga þér svona. Það er smart að segja NEI í dag. Að geta sagt NEI á fallegan hátt er líka bara afar töff, finnst mér. Hugsaðu um aðal, sem sagt sjálfa þig, því það er klassi yfir því.

Að bera virðingu fyrir sjálfum sér og  náunganum er algjör klassi.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!