KVENNABLAÐIÐ

DIY: – Gerðu litríkt SOKKASKRÍMSLI úr STÖKUM SOKKUM

Sokkaskrímslið er dásamlegt, elskurnar og sælir veri molarnir! Frúin er mætt! Gvöð, að manni skuli ekki hafa dottið þetta í hug fyrr! Að safna saman öllum stöku sokkunum og sauma úr þeim skrímsli …

… hvað annað í raun og veru er hægt að gera? Ha? Þetta eru mislit, lítil listaverk sem liggja bara á stangli og veina af sorg í sokkaskúffunni. Hvert fóru allir hinir? Hvaða máli skiptir það? Getur maður ekki bara saumað skrímsli úr sokkunum og keypt svo nýja í næstu búðarferð?

#1 – Safnaðu hreinum, stökum sokkum saman!

1sokkar

#2 – Klipptu við hæl og tá – hentu afganginum:

3sokkar

#3 – Sniðugt er að raða upp í stærðir:

2sokkar

#4 – Klipptu sokkabútana langsum, svo úr verði ílangur bútur:

4sokkar

#5 – Saumaðu sokkana saman á röngunni, eftir endilöngu:

5sokkar

#6 – Merktu að lokum, hvar skrímslatungan á að vera:

6sokkar

#7 – Tungan fer á RÉTTUNA og saumsporið á að vera örlítið FRÁ sokkabrúninni – svo rými verði fyrir sjálft saumsporið sem lokar:

8sokkar

#8 – Nú skaltu handsauma tvær tölur á RÉTTUNA sitt hvoru megin við tunguna, svo úr verði augu fyrir skrímslið: 9sokkar

#9 – Snúðu nú sokkaskrímslinu á rönguna og saumaðu beint spor eftir endilöngu sokkaskrímslinu og lokaðu höfðinu með þversaumi, svo tungan og augun snúi INN á við – á réttuna:

10sokkar

#10 – Snúðu nú sokkaskrímslinu á réttuna svo tungan og augun verði sýnileg og sjálft sokkaskrímslið líti dagsins ljós: 11sokkar

#11 – Fylltu nú sokkaksrímslið með púðatróði; ath. að ef sokkaskrímslið er mjög langt, þá er sniðugast að notast við langt prik til að fylla sokkaskrímslið og koma tróðinu alla leið:

12sokkar

#12 – Þegar tróðið er komið í sokkaskrímslið, skaltu loka sárinu með nál og tvinna, eða notast við saumavélina til að loka bossanum á sokkaskrímslinu:

13sokkar

#13 – Þá er ekkert annað eftir, en að faðma sokkaskrímslið!

screenshot-sykur.kvennabladid.is 2015-11-01 11-26-19

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!