KVENNABLAÐIÐ

OBBOSÍ! – Harðgift húsmóðir kaupir ÓVART stórmynstraðan PÍKUKJÓL og slær í GEGN!

Grandalaus húsmóðir nokkur í Bandaríkjunum, sem glaðbeitt festi kaup á sumarkjól nú fyrir fáeinum dögum, fékk aldeilis óvæntan glaðning í kaupbæti. Ekki fyrr var frúin nefnilega komin heim og klæddi sig í kjólinn fyrir eiginmanninn en stund sannleikans rann upp: Kjóllinn var þakinn flennistórum …. PÍKUM. Í orðsins fyllstu merkingu og það án þess að dónalegur ásetningur hafi legið að baki.

Konan, sem heitir Sam, deildi ljósmynd af kjólnum á Facebook og greindi frá því að hún hefði hreinlega ekki komið auga á mynstrið fyrr en heim var komið. Þá var hún steinhissa á viðbrögðum eiginmannsins sem sagði henni í fullri hreinskilni að hún hefði í orðins fyllstu merkingu keypt …. píkukjól:

Nei, ég bara sá þetta ekki, mér fannst mynstrið bara flott! Ég keypti bara kjólinn því mér fannst hann flottur … svo kem ég heim og fer í kjólinn fyrir eiginmanninn og hvað haldið þið að hann hafi sagt?“

12188969_997374196985753_8071968241186560212_n
… það var eiginmaður konunnar sem benti réttilega á hvernig í pottinn var búið. 

Kjóllinn, sem kostar heila 219 dollara og er seldur HÉR er dásamlegur á að líta og segir meðal annars á vefsíðunni sjálfri að kjólnum sé ætlað að kynda undir sjálfstraust kvenna. Hvort þar er verið að vísa í mynstrið sjálft sem einmitt, óneitanlega minnir hreint út sagt á píku, er hins vegar á huldu.

12011187_997379476985225_5552169549695011869_n
Píkukjóllinn er dásamlegur og hefur farið sigurför um heimsbyggðina.

Hér má hins vegar sjá stöðuuppfærslu hinnar lánsömu húsmóður sem deildi dýrðinni á Facebook og uppskar viðbrögð tæplega 9000 notenda á samskiptamiðlinum og eru þá þær lánsömu kynsystur konunnar, sem sjálfar deildu ljósmyndum af þeirra eintaki í athugasemdum. 

Dásamlegar athugasemdir og lífleg stöðuuppfærsla! 

So I bought this dress today from MYER because I really liked it … I got home and put it on for hubby and any guesses first thing he said?? ??? #dressfail #onceyouseeyoucantunsee

Posted by School Mum on Sunday, October 25, 2015

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!