KVENNABLAÐIÐ

DIY: Védís Kara og ÁLFAHÚS fyrir GARÐÖMMUR!

Nú fer að líða að jólum og eins og flest allir vita eru þau mjög eyðslusamt fyrirbæri svona einu sinni á ári. Ég hef mikið verið fyrir það að gefa foreldrum mínum og ömmum og öfum, heimagerðar jólagjafir sem eru gerðar af stelpunni minni, þar sem ég er það heppin að geta komist hjá því að prjóna ullarsokka eða lopapeysu á liðið með því að nota barnið mitt.

WP_20151019_16_04_41_ProTrúið mér, það að eiga barn gefur manni forskot á allt sem heitir jólagjafir, ættingjarnir verða himinlifandi við það eitt að fá málaðan, rispaðan Aqua geisladisk sem þú fannst ofan í kommóðu hjá þér þegar þú varst að gera hreingerninguna einn daginn!

WP_20151019_16_05_23_ProMyndi klárlega nýta þá hugmynd, við gerðum hana eitt árið og sá diskur hangir ennþá upp í glugga hjá mömmu, skreyttur mörgum umferðum af mismunandi litum og glimmeri.

Eldri stelpan mín hefur alltaf verið mikið fyrir að vera út í garði, hún fer oft með ömmu sinni og afa upp í sveit til þess að skoppast þar um engi og haga.  Ég sjálf var mikið í útiveru þegar ég var yngri og sótti þá einna helst í sumarbústaðinn okkar sem er inni í miðjum dal og umkringdur þúsundum trjáa.

Svo var það líka alltaf garðurinn hjá ömmu sem var hálfgerður frumskógur á tímabili, hún er þó búin að taka niður flest öll klifurtrén nú í dag (sem er eitthvað sem ég þarf að eyða miklum tíma í að sætta mig við).

WP_20151019_16_09_47_ProSú eldri er fimm ára og  hún komst að því fyrir skömmu að á Íslandi er allt morandi í álfum og vildi ekki sætta sig við þá staðreynd að þeir byggju í steinum hér og þar um landið. Svo hún bað mig um að leita að álfahúsum á Google og þá rákumst við á eitt gífurlega krúttlegt hús sem ekki þarf mikið til að gera.

Það fyrsta sem heyrðist í dömunni var:

Hey, mamma! Ég held að við þurfum að gefa ömmu svona í garðinn sinn, því þá getur hún fengið álfa í heimsókn til sín!

Og auðvitað beit móðirin á agnið og við skutumst saman út í föndurbúð.

Við skelltum í tvö hús þar sem ég átti eina krukku auka upp í skáp sem ég hafði svosem ekkert að gera við hérna heima, ég gerði eitt og hún gerði eitt.

WP_20151019_16_04_53_ProÞað sem þarf í þessa hugmynd:

1 x Krukka með loki

Akrylmálning – hvítan, rauðan, brúnan og grænan

(við settum blóm á okkar svo við notuðum líka gulan og bleikan)

Pensill eða penslar

Sprittkerti

  1. WP_20151019_16_51_59_ProÞað fyrsta sem er gert að mála krukkuna hvíta, en munið þó að skilja eftir smá autt pláss fyrir hurð og glugga á húsinu. Á meðan hvíta málingin þornar er málað lokið rautt.
  2. Þegar hvíta málingin er þornuð er tilvalið að fara annaðhvort aðra umferð eða byrja á brúna litnum fyrir hurðina og gluggana.
  3. Þá er farið í það að gera grasið neðst á krukkuna svo að það líti út fyrir að þetta sé alvöru álfahús. Svo er hægt að bæta við blómum ef þið viljið það, ýmindunaraflið verður að fá að flakka hérna.
  4. Hvítar doppur eða önnur umferð af rauðu er sett á lokið og allt látið þorna.
  5. Eitt kerti sett ofan í krukkuna og lokið ofan á.

Þá er álfahúsið komið, þetta er algjörlega það sem allar ömmur þurfa að hafa í garðinum sínum eða jafnvel fyrir þær sem hafa ekki garð bara að hafa í gluggakistunni hjá sér.  Svo er líka tilvalið að leyfa barninu að setja litla sögu eða álfahúsreglur og láta fylgja með krukkunni. Og þar sem stelpan mín er mjög klók þá fattaði hún að það er ekki hægt að opna hurðina eða neitt svo að við bjuggum líka til stiga úr rörum sem þeir geta þá klifrað upp í húsið.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!