KVENNABLAÐIÐ

VETRARKOKTEILL: Smjörlagaður og dísætur DÖKKUR ROMM KOKTEILL með kanelkeim

Mmmmm! Var einhver að tala um smjörlagað, dökkt romm með púðursykri og kanelkeim? Hjálp! Hér er kominn indæll vetrardrykkur og fáránlega ljúffeng tillaga að endurfundum við Vetur Konung, sem ber að dyrum í dag! Almáttugur, þetta er ekki lítil freisting – en það eina sem til þarf er dökkt romm, mjúkt smjör, kanell og púðursykur.

butter-salt-170458

U P P S K R I F T: 

60 ml (tvöfaldur) dökkt romm  

1 msk púðursykur

1 kanelstöng (má líka vera malaður kanell, 1 tsk)

1 msk ósaltað smjör

80 ml heitt vatn

sugar brown

L E I Ð B E I N I N G A R:

Byrjið á því að setja matskeið af mjúku smjöri, púðursykri og kanel í uppháan og hitaþolinn bolla. Hrærið örlítið saman í botninum, hellið svo dökku rommi og heitu vatni yfir blönduna, hrærið í og toppið með örlítilli smjörklípu!

Nú má veturinn koma!
butter rum

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!