Hrekkjavaka er hátíð sem hefur notið aukinna vinsælda á Íslandi síðastliðin ár, enda engin furða, hver elskar ekki að klæða sig í búning og borða nammi?!
Sumir Íslendingar vilja meina að þessi hátíð sé bara amerísk og að við ættum að halda okkur við Öskudaginn. Ég segi hins vegar að það sé nú ótrúlega margt sem við hérna heima höfum tekið upp á okkar arma frá Ameríkunni sem er skemmtilegt, ljúffengt eða bæði sem fæstir hafa fyrir að mótmæla. Af hverju ekki að njóta bara þess sem er í boði, sama hvers lenskt það er?
Það ætla ég alla vega að gera.
Með einhverjum skelfilegum búning:
Eða kannski frekar eitthvað í líkingu við þetta:
Þar sem ég myndi líklega fá hland fyrir hjartað við að líta í spegilinn í hinum.
Það væri stórkostleg að galdra fram hryllilega ógeðslegar veitingar eins og þessar:
Eða láta bara eitthvað svona nægja?
Já, ég held þetta geti ekki klikkað.
Svo þarf að mynda óttablandna stemningu með skreytingum eins og þessum:
En ætli þetta verði ekki einhvern veginn svona heima hjá mér:
Það skiptir nefnilega engu máli hversu flinkur maður er í búninguhönnun, bakstri eða föndri, hrekkjavakan getur verið skemmtileg og óhugnaleg fyrir alla sem vilja vera með.