KVENNABLAÐIÐ

Trúboðastellingin er öruggust fyrir karlinn

Hætturnar leynast víða í kynlífinu og fyrir utan hættuna á smitsjúkdómum er einnig hætta á meiðslum þegar leikar standa sem hæst og í því sambandi er vert að huga að því í hvaða stellingum er öruggast að hamast.

Samkvæmt rannsóknum á kynlífsmeiðslum í Brasilíu er karlmaðurinn í mestri hættu þegar konan er ofan á, en þá er algengast að limurinn brotni. Gamla góða trúboðsstellingin er hins vegar samkvæmt sömu rannsókn öruggust fyrir getnaðarliminn.

Rannsóknin náði til 44 karlmanna sem leituðu til þriggja sjúkrahúsa í Brasilíu, vegna kynlífsáverka, á þrettán ára tímabili. Helming limbrotanna í úrtakinu mátti rekja til þess að konan var ofan á í samförunum. Þetta er rakið til þess að konan hefur þá öll völd á limnum og fellur á hann með öllum líkamsþunga sínum þannig að hún getur illa gripið inni ef hann fer út af sporinu.

Þessi óhöpp valda venjulega minniháttar vandræðum og engum sársauka hjá konunni en allt aðra sögu er að segja af karlinum. Helmingur sjúklinganna sagðist hafa heyrt brothljóð og fundið fyrir miklum sársauka. Flestir leituðu þeir til læknis fimm til sex klukkustundum eftir óhappið.

Þessi grein er bútur og er birt í samstarfi við heilsu- og lífsstílsvefinn HEILSUTORG – smelltu HÉR til að lesa alla greinina: 

heilsutorg

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!