Uppáhalds sólarpúðrið, sem er alveg að verða búið – getur hæglega gengið í endurnýjun lífdaga sinna og það er lítið mál að búa til litað dagkrem úr síðustu örðunum.
Í stað þess að reyna að ná lit úr síðustu molunum af sólarpúðrinu er alveg tilvalið að mylja upp síðasta púðrið og umbreyta í nærandi rakakrem með örlitlum lit. Hér má sjá hvernig það er gert í örfáum skrefum.
#1 – Taktu uppáhalds rakakremið þitt fram; settu því sem samsvarar einni vænni teskeið af rakakreminu og settu saman við sólarpúðrið. Ágætt er að miða við hlutföllin 1:1 – en þú getur líka brotið sólarpúðrið niður í smærri mola og hrært út í ágætu í láti – eins og lítilli Tupperware dollu með loki!
#2 – Notaðu litla skeið til að hræra blöndunni vel saman; þú getur líka notað skaftið á förðunarburstanum þínum til að blanda saman og hræra rakakreminu saman við sólarpúðrið. Gættu þess að mylja sólarpúðrið vel niður svo það blandist betur saman við rakakremið.
#3 – Vittu til; þú getur notað litað rakakremið sem þú hrærðir til sjálf sem kinnalit og líka sem litað dagkrem sem frískar upp á hörundið. Frábært er ef rakakremið inniheldur sólarvörn og er nærandi fyrir andlitshörundið – það veitir hörundinu enn meiri vörn!