KVENNABLAÐIÐ

Kókosbollakökur sem koma fram á þér tárunum

Kókos…hvað er málið? Hann er svo góður…þessar kókosbollakökur eru alveg brjálæðislega góðar –reyndar mjög sætar en hvað…það má nú stundum líka. Kremið er unaðslega mjúkt og bragðmikið og þessar eru bara æðislegar og svo góðar að heyrst hefur að fólk hafi brostið í grát bara við það eitt að bíta í eina slíka…prófiði endilega og takið fram vasaklútana!

589_175 coconut cupcake

200g ósaltað smjör við stofuhita
2 bollar sykur
5 stór egg við stofuhita
1 1/2 tsk vanilludropar
1 1/2 tsk möndludropar
3 bollar hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 bolli súrmjólk
300 grömm Sætt kókosmjöl

Fyrir rjómaostskremið:

250 grömm rjómaostur
200 g smjör við stofuhita
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk möndludropar
300 g flórsykur
Hitið ofninn í 175 gráður.

Takið skál og hrærið með handhrærivél saman smjöri og sykri á hæsta hraði þar til allt hefur samlagast og er orðið létt og loftkennt í um það bil 5 mínútur. Lækkið hraðann og bætið eggjunum einu í einu saman við. Bætið dropunum við og hrærið öllu saman.

Takið aðra skál og sigtið í hana hveitið, lyftiduftið, matarsódann og saltið. Bætið súrmjólkinni og þurrefnunum saman við deigið og blandið þar til allt hefur samlagast. Setjið 200 grömm af kókosmjöli samanvið og veltið öllu vel saman.

Takið bollakökuformin og fyllið hvert og eitt þeirra með deigblöndunni og bakið í 25-35 mínútur þar til yfirborðið hefur brúnast og tannstöngull kemur hreinn út ef honum er stungið í kökuna. Látið kólna algerlega.

Á meðan kökurnar kólna búum við til kremið. Hrærið saman rjómaostinum, smjörinu og dropunum á lágum hraða. Bætið flórsykrinum samanvið og blandið þar til allt er komið vel saman.

Berið kremið á kökurnar og setjið vel af kókosmjöli ofan á hverja og eina.

 

Uppskrift Ina Garten

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!