Stöllurnar að baki Simple Green Smoothies eru algerir snillingar í eldhúsinu. Þær eiga heiðurinn að ófáum hugmyndum sem við höfum fjallað um hér á SYKUR og sannarlega rennir ritstjórn oft hýru augu til vefsíðunnar, þar sem ómældan fróðleik um grænt kál og bætiefnadrykki er að finna.
Með tilfæringum þó; ekkert er nýtt undir sólinni en lengi má betrumbæta og stokka upp eldri hugmyndir og gera úr nýjar. Þannig hefur ritstjórn sótt margar hugmyndir til þeirra en að sama skapi – rétt eins og lesendur ættu alltaf að gera – höfum við komist upp á bragðið með að útfæra tillögurnar eftir eigin höfði.
Eitt er það þó sem aldrei breytist og það er aðferðafræðin, en hér má sjá örstutt sýningarmyndband þar sem farið er ofan í saumana á því hvernig best er að þrífa sjálfan blandarann með litlum tilfæringum – því auðvitað er ekki nóg að framreiða heilnæma drykki – áhöldin þurfa að vera hrein og það getur verið erfitt að troða uppþvottabursta djúpt ofan í blandarann í þeirri von að ná upp græna kálinu og því sem eftir verður þegar sá græni hefur verið reiddur fram.
Einfalt, fljótlegt og SKOTVIRKAR!