KVENNABLAÐIÐ

Heitt súkkulaði sem ég bara verð að deila með ykkur

Það er ekkert eins notalegt og að setjast niður með bolla af góðu heitu súkkulaði þegar kalt er í veðri. Eða koma elskunni á óvart með rjúkandi heitum bolla af dásamlegum súkkulaðidrykk.

Þú ert t.d að koma heim af skíðum, skautum eða úr hressandi göngu og vantar smá yl í kroppinn.

Ég fann þessa afar girnilegu uppskrift af æðislega góðu heitu súkkulaði og langaði að deila henni með ykkur.

Hvað er betra en ekta heimalagað heitt súkkulaði? Drykkur sem er miklu hollara en þessi sem þú kaupir í pökkum út í búð og þarft bara að bæta við heitu vatni.

Í þessari uppskrift er: Vanillu-möndlu mjólk, ekta hrátt kakó, hunang og kókósolía.

Innihaldsefnin:

Þetta er miðað við fyrir tvo.

2 bollar af Vanillu möndlu mjólk.

1 tsk af hráu ekta kakói

1 tsk af lífrænu hunangi

1 tsk af kókósolíu

1/2 tsk af Kanil

Leiðbeiningar:

Hitið vanillu-möndlumjólkina en alls ekki láta hana sjóða og bættu svo restinni af uppskriftinni saman við. Settu svo allt saman í blandarann og láttu hrærast í um eina mínútu.

Kókósolían gefur kakóinu mýkt og góða fyllingu. Kanillinn er svo gott mótvægi við hunangið og það þarf ekki að bæta neinum sykri eða öðrum sætuefnum í þennan girnilega kakódrykk.

Uppskrift fengin af mindbodygreen.com 

Þessi uppskrift er fengin af vef HEILSUTORG – til að skoða fleiri uppskriftir, smellið HÉR:

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!