KVENNABLAÐIÐ

Skora á Útlendingastofnun: „Leyfum albönsku Telati fjölskyldunni að setjast að á Íslandi“

Bein áskorun íslensku þjóðarinnar til Útlendingastofnunar vegna þeirrar ákvörðunar að vísa Telati fjölskyldunni frá Albaníu úr landi, hefur verið sett upp á vefsíðunni Change.org en þegar þessi orð eru rituð hafa ríflega 1.700 íslendingar lagt nafn sitt við kröfuna.

Hér má sjá fáeinar athugasemdir sem stuðningsfólk Tetali fjölskyldunnar hafa ritað:

screenshot-www.change.org 2015-10-17 21-06-33

Það er Illugi Jökulsson, rithöfundur, sem er leiðir listann og segir í bréfinu, sem afhent verður Útlendingastofnun þegar nægar undirskriftir hafa safnast – en þetta kemur fram í textanum sjálfum:

Við undirrituð botnum ekki í því af hverju hinni fimm manna Telati fjölskyldu frá Albaníu er ekki leyft að setjast hér að. Við krefjumst þess að Útlendingastofnun breyti hið bráðasta þeirri ákvörðun að vísa fjölskyldunni úr landi.

Fjölskyldan frá Albaníu eru hjón með þrjú börn, níu, þrettán og fimmtán ára. Þau vilja setjast hér að til frambúðar, börnin vilja ganga í skóla og hjónin vilja vinna fyrir sér. Við sjáum nákvæmlega ekkert því til fyrirstöðu að óskir þeirra séu uppfylltar.

Ef þessari fjölskyldu væri vísað úr landi yrði það skammarlegur blettur á okkur og samfélagi okkar. Leyfum þeim að búa hér ef þau vilja, eins og við viljum fá að búa í friði þar sem við kjósum.

Undirskriftarlistann má nálgast HÉR

Ljósmynd: Vísir/VGA

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!