Stelpur, þetta er alveg geggjað bjútí trix, eins konar Fyrsta Hjálp fyrir frábæra maskarann sem kostaði formúu fyrir fáeinum mánuðum síðan en þornar svo bara upp og fjarar út, löngu fyrir síðasta söludag!
Ekkert er ömurlegra en að fjárfesta í rándýrum maskara, (þeim sem kostar álíka mikið og vænn smábíll) og uppgötva svo að dýrasta snyrtivaran í buddunni er orðin þurr og ómöguleg. EKKI henda maskaranum, segi ég! EKKI gera það!
Þú getur komið maskaranum til bjargar og það tekur bara 2 örstuttar, yndislegar mínútur sem einkennast af von, endurnýjaðri trú á mannkyn (og snyrtivöruframleiðendur) og gott ef trixið getur ekki bjargað laugardagskvöldinu í ofanálag.
#1 – Taktu fram hitaþolið vatnsglas:
Maskarinn sjálfur þarf að vera kirfilega lokaður, en hann fer ofan í glasið.
#2 – Láttu vel volgt / heitt vatn renna í glasið:
Maskarinn þarf að liggja í vatninu í 2 – 3 mínútur, en heitt vatnið leysir upp maskarann.
#3 – Taktu maskarann að lokum upp úr vatninu:
Opnaðu maskarann og prófaðu nú að bera maskarann á augnhárin!