KVENNABLAÐIÐ

DIY: Gullfallega skreyttir EGGJABAKKAR með BOLLAKÖKUM – Gjafapakkningar!

Sælar elskurnar! Þá er Frúin farin að fikra sig yfir á Facebook! Alveg er tæknin gasalega skemmtileg. Svo mikið af myndum og svona. Haldið þið að Frúin hafi ekki haft upp á gasalega lekkerri, franskri sælkerasíðu! Með áherslu, á innsoginu og allt! 

Þeir eru svo skemmtilega smart, Frakkarnir. Ekki nóg með að þeir séu algjörir snillingar í bollakökubakstri, heldur er þeim alveg einstaklega í lófa lagið að pakka inn gjöfum. Smákökum, bollakökum, – bara hverju sem er! Frúin mun þannig aldrei henda tómum eggjabakka að nýju – þvert á móti ætlar Frúin nú að byrja að safna, baka eins og vindurinn og gefa BOLLAKÖKUR í aðventugjafir í ár.

Enda er þetta alveg æðisleg hugmynd! 

Hér hafa eggjabakkarnir sumsé ýmist verið málaðir og myndskreyttir með doppum; gæddir gjafapappír sem er tilsneyddur og ægilega lekker og slaufu lætt ofan á og allt umhverfis sjálfan eggjabakkann, sem geymir guðdómlegar og sennilega heimabakaðar smákökur! Takið eftir hjartadrottningunni ofan á einum eggjabakkanum, sem gefur til kynna að gjöfin sé handa konu!

12063386_10153692512410701_6261964375516829336_n

Auðvitað má svo setja alls kyns formkökur í eggjabakka; merkja með spjöldum, vefja inn í smjörpappír – skreyta með flórsykri og jafnvel framreiða með stæl með ljúfum kakóbolla eða ilmandi ávaxtatei.

Stökkan og skemmtilega þunnan smjörpappír er svo gott að hafa við hendina, til að vefja utan um smákökurnar og verja þær í eggjabakkanum – en pappírinn í eggjabakkanum er grófur og dregur auðveldlega í sig bæði lit og fitu.

Sem svo aftur gerir að verkum að mun auðveldara er að þekja eggjabakkann með akrýlmálingu, ef ætlunin er að mála umbúðirnar áður en gjöfin er reidd fram!

12088094_10153692512435701_6036464364480983003_nÞað besta við bollakökur sem eru framreiddar í eggjabökkum, sem svo geta verið ægilega smart borðskreytingar – er smæðin, því erfitt er að koma hnallþórum fyrir í örsmáum eggjabökkum.

Sem svo aftur gerir að verkum að kjörið er að baka örsmáar, glútenfríar og jafnvel sykurlausar bollakökur – í agnarsmáum bökunarformum sem smellpassa ofan í eggjabikarinn, skreyta svo með fallega litu kökukremi og hella upp á besta kaffið í húsinu!

Því er varla hægt að neita að um hrífandi og rómantískar skreytingar er að ræða! Hér er komin falleg leið til að endurnýta gamla eggjabakka, börnin geta dundað sér við skreytingarnar ásamt því að baka með fullorðna fólkinu og gott ef fliss og falleg orð verða ekki látin falla við helgardundur á borð við bollakökubakstur sem ætlað er að reiða fram í gömlum eggjabökkum!

Gleymið svo ekki því að gamlan gjafapappír er hægt að endurnýta til að skreyta sjálfa eggjabakkana! 

12075059_10153692512400701_2572610304112496550_n

Eggjabakkar geta slegið í gegn sem borðskraut í frænkuboðum!