Karamellubökuð eplablóm hljóta að vera með því unaðslegra sem um getur í heimi eftirétta og desertskála. Þessi uppskrift er fengið að láni frá Toniu, sem heldur úti matarblogginu The Gunny Sack, en fleiri uppskriftir frá Toniu má skoða HÉR
Við hins vegar stöndumst ekki þá mátíð að kynna eftirréttabloggið hennar og fengum vatn í munninn þegar innbökuðu eplablómin með karamellukjarnanum bar fyrir augu okkar, en hér kemur uppskriftin.
Á meðfylgjandi skýringarmynd má sjá hvernig best er að skera eplin, svo úr verði eplablóm sem síðar meir eru ofnbökuð með ljúfum karamellukjarna:
Því næst skaltu setja eplin í eldfast mót eins og hér er sýnt og tylla karamellunni í miðjuna:
Þegar þú hefur hitað smjör og púðursykur í örbylgjuofni og hrært saman ásamt hveitinu og kanelkryddinu, skaltu smyrja eplin og karamelluna vel áður en þú stingur öllu inn í ofn til að baka dýrðina:
Mundu að athuga hverju líður þegar eplin hafa bakast í tæpan hálftíma í ofninum við ca. 170 gráður, en sumar gerðir af eplum þurfa meiri tíma til að bakast alveg í gegn – allt upp undir klukkutíma. Berið fram með vanilluís og karamellusósu og munið að ísinn kælir karamellukjarnann í miðju eplablómsins, svo látið vanilluísinn standa til hliðar við eplið á desertskálinni!
U P P S K R I F T:
Tvö væn epli
2 msk smjör
3 msk púðursykur
1 msk hveiti
1tsk kanell
4 karamellur
Valkvætt: Vanilluís, karamellusósa og malaður kanell
L E I Ð B E I N I N G AR :
- Forhitið ofninn í 170 gráður
- Til að búa til eplablómið, þarftu að skera vel í eplin. Byrjaðu á því að skera toppinn af eplinu (u.þ.b. ¼ ofan af eplinu). Því næst þarf að fjarlægja kjarnann, en það er hægt að gera með melónuskeið eða með kjarnhreinsi. Því næst skaltu gera tvo, hringlaga skurði með litlum og beittum hníf – í kringum miðjuna á eplinu. Því næst skaltu snúa eplinu við og gera grunna skurði allt kringum eplið. Snúðu eplinu aftur við og nú áttu að geta séð alla skurðina.
- Leggðu nú eplin á eldfasta diska (eða í eldfast mót) og tylltu tveimur karamellum í miðjuna á hvoru eplinu.
- Hitaðu smjör og púðursykur í örbylgjuofni í ca. 30 sekúndur, taktu út og hrærðu vel saman og hitaðu svo aftur í aðrar 30 sekúndur. Fjarlægið nú úr örbylgjuofninum og hrærið saman hveiti og kanel við blönduna. Deilið blöndunni jafnt yfir eplin tvö, sem nú eru komin í eldfasta mótið.
- Bakið við 170 gráður í 25 til 30 mínútur. (Gott er að líta á eplin eftir ca. 25 mínútur og halda áfram að baka, ef eplin eru ekki enn orðin fyllilega mjúk. Sum epli eru það þétt í sér að það getur tekið allt að 45 mínútum til klukkutíma fyrir þau að bakast.)
- Þegar eplin eru tekin fullbökuð úr ofninum skal notast við stóra skeið til að færa þau yfir í desertskálar.
- Berið fram með vanilluís og karamellusósu og stráið kanel yfir allt. Ísinn getur stífað karamelluna svo um er að gera að borða eftirréttinn strax, eða láta ísinn standa örlítið til hliðar við eplin ef ætlunin er að láta desertinn standa í smá stund áður en innbökuð karamellueplin eru borin fram.