Þá er dásamlegur dagur runninn upp og það í nafni frjálsra brjósta og heilbrigðis kvenna, en brjóstahaldalausi dagurinn er í dag. Deginum er ætlað að vekja máls á brjóstakrabba og einnig til að hjálpa að safna fé til rannsókna á brjóstakrabbameini kvenna.
Í skemmtilegri umfjöllun á vef IFLS (I Fucking Love Science) kemur fram að brjóstahaldarar þjóni tvíþættum tilgangi, þeim sé ýmist ætlað að halda brjóstunum í skorðum og einnig að auka á fegurð konunnar – sumsé kynda undir hégóma og jafnvel losta. Þá var viðamikil rannsókn kynnt fyrir u.þ.b. tveimur árum síðan; rannsókn sem spannaði 15 ár alls og tók á áhrifum brjóstahaldara á 33 konur á aldrinum 18 til 35 ára.
Leitast var við að svara þeirri spurningu hvort notkun brjóstahaldara gæti stutt við brjóstin og bringuna og varðveitt unggæðislegt yfirlit brjóstanna þegar konan komst á efri ár, en niðurstöður voru heldur letjandi; notkun brjóstahaldara gerir brjóstin meira sigin ef eitthvað er og það hefur ekki góð áhrif að svipta brjóstin nánd við þyngdaraflið.
Þá segir einnig í sömu rannsókn að ungar konur hagnist meira af því að nota engan brjóstahaldara þar sem slíkt styrki brjóstvefina og vöðvana umhverfis sjálfan brjóstvefinn. Þannig voru þær konur sem hættu að nota brjóstahaldara í þágu vísindanna og tóku þátt í rannsókninni með stinnari og reistari geirvörtur en þær kynsystur þeirra sem alltaf klæddust brjóstahaldara, en talið er að ofnotkun brjóstahaldara hindri eðlilega blóðrás og dragi út stinnleika brjóstanna með árunum.
Lesa má meira um rannsóknir á gagnsemi brjóstahaldara HÉR og HÉR