Í gær birtum við uppskrift að heimabökuðu Naanbrauði, en utan þess að dýfa naanbrauðinu í góða jógúrtsósu er ekki úr vegi að reiða fram heimalagað Naan-pizzu með avókadó og steiktum eggjum í morgunverð. Hugmyndin ein er freistandi og mundu að þú getur alltaf skipt út hefðbundnu hveiti fyrir glútenlausa blöndu!
U P P S K R I F T:
Heimabakað naanbrauð eða þunnt pítubrauð
Sítróna
Þroskað avókadó
Meðalstórt egg
Sjávarsalt, pipar, chiliflögur, kúmen og lífræn ólívuolía
F R A M R E I Ð S L A:
Ristaðu brauðið á pönnu þar til brauðið er orðið volgt og stökkt, merðu avókadóávöxtinn og smyrðu aldinkjötinu á pítu/naanbrauðið, kreistu sítrónusafa yfir aldinkjötið og dreyptu ólívuolíu yfir allt. Því næst fer steikt eggið ofan á avókadómaukið og kryddblandan þar ofan á. Berið fram strax.
Frábær leið til að hefja nýja viku, sérstaklega ef heimabakað naanbrauð er við hendina!