KVENNABLAÐIÐ

Munaðarlaus ÍKORNAUNGI slær í gegn á Instagram við ÆTTLEIÐINGU

Þessi litli íkorni er stúlka og það sem meira er, hann er ört rísandi Instagram stjarna; þökk sé mennskri fjölskyldu litla loðboltans með fallega skottið. Saga Jill, en svo heitir fallegasti óþekktarangi heims er þyrnum stráð, en blautnefja íkorninn var enn barn að aldri þegar hún féll úr hreiðri sínu meðan á skelfilegum fellibyl stóð í heimafylki hennar, sem er Lousiana, Bandaríkjunum. 

Jill var tekin undir verndarvæng fjölskyldu nokkurrar, sem hefur hlúð að þessum litla krúttmola frá frumbernsku og það sem meira er, heldur úti fyrrgreinum Instagram reikning þar sem allar þessar ljósmyndir er að finna og mun fleiri, ef því er að skipta. Þrátt fyrir að Jill eigi heima í litlu íkornabúri innanhúss, er henni frjálst að hlaupa óhindrað um heimilið og hefur einnig hlotið klósettþjálfun; hún gerir nefnilega þarfir sínar í litla ruslatunnu! Já, einmitt – það er sem sagt hægt að kassavenja íkorna, en hér fara svipmyndir af einum krúttlegasta óþekktaranga heims!

photogenic-rescue-squirrel-jill-52