KVENNABLAÐIÐ

SVONA má sjá HVERJIR skoða FACEBOOK prófílinn þinn MEST allra

Í fyrsta lagi hafa allir einhverju sinni velt spurningunni upp og í öðru lagi vilja fæstir viðurkenna að þeir einu sinni hugsi á slíkan hátt; HVER skoðar Facebook prófílinn mest allra og hvernig er hægt að sjá hverjir lesa stöðuuppfærslur, skoða ljósmyndir og fletta yfir athugasemdir á veggnum?

Fjöldinn allur af smáforritum lofar öllu fögru, sum þeirra kosta örfáar krónur en önnur fara einungis fram á fullan aðgang að Facebook og í einhverju tilfelli, lykilorð notenda. Ef eitt þessara smáforrita ber fyrir augu þín, þá skaltu ekki falla í þá gryfju að gefa persónuupplýsingar eða það sem verra væri, greiða áskrift fyrir – því ekkert þeirra virkar.

Hins vegar ER hægt að sjá hvaða Facebook vinir þínir eru líklegastir til að sjá stöðuuppfærslurnar þínar og hvaða einstaklingum Facebook telur að þú sért í mestum tengslum við, en eftirfarandi upplýsingar eru fengnar af vef WikiHow, þar sem tvær aðferðir eru tíundaðar, en við skulum líta á þá sem krefst minni tæknikunnáttu:

#1 – Opnaðu prófílinn þinn:

*Til að skoða Facebook prófílinn þinn, þarftu að smella á eigið nafn, sem þú sérð efst til vinstri í eigin fréttaveitu.

fb1

Það ER hægt að sjá hvaða einstaklinga þú hefur mest samskipti við og hverja Facebook telur nánustu vini þína. Ef þú rennir augunum yfir listann og sérð einhvern sem þú talar sjaldan eða aldrei við, er sennilegt að þeir hinir sömu skoði síðuna þína reglulega – lesi stöðuuppfærslurnar þínar og fylgist með athugasemdum á veggnum þínum. 

#2 – Opnaðu vinalistann þinn:

*Smelltu á VINIR (Friends) sem er flipinn til vinstri á prófílnum þínum, sem opnar vinalistann:

670px-See-Who-You-are-Most-Connected-to-on-Facebook-Step-2

Þó listinn kunni að virðast handahófskenndur í fyrstu (vinirnir birtast í tilviljanakenndri röð á listanum) er reyndar ekki um svo miklar tilviljanir að ræða. Flest bendir nefnilega til að reiknirit Facebook telji þá vini efst á lista, sem samskiptamiðillinn telur vera nánustu vini þína.

Listinn ákvarðast af mörgum þáttum; t.a.m. þeim sem skrifa flestar athugasemdir við uppfærslurnar þínar, þá sem deila mesta efninu með þér og þá sem skoða oftast prófílinn þinn …

#3 – Skoðaðu vel hverjir eru efstir á lista …

fb3

Þeir vinir þínir sem eru efstir á lista (birtast fyrst) á vinalistanum þínum, eru einmitt þeir sem Facebook reiknar með að séu nánustu vinir þínir. Þetta eru sömu einstaklingarnir og skrifa oftast athugasemdir við stöðuuppfærslurnar þínar, skoða oftast vegginn þinn og fletta gegnum myndaalbúmin þín …

… sniðugt, ekki satt!

Heimild / WikiHow

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!