Hreyfing er holl og góð fyrir líkama og sál, það vitum við öll. En stundum, bara stundum (ok kannski oft) langar okkur miklu frekar að kúra okkur með góða bók, glápa á nýja Kardashian þáttinn eða eyða tíma með fjölskyldunni. Það er líka allt í lagi. En þegar við viljum virkilega koma okkur af stað getur verið gott að eiga fín föt til að smella sér á æfingu í. Þess vegna eru þessir bolir alveg dásamlegir því þeir eru ekki bara flottir heldur ótrúlega heiðarlegir líka og hvetja mann til dáða.
Fyrir hlauparana:
Fyrir lyftingadömurnar:
Fyrir Crossfittarana:
Fyrir Jógana:
Við getum þetta stelpur, sérstaklega ef það þýðir að í staðin getum við borðar svo miklu meira af pítsum og súkkulaði!