KVENNABLAÐIÐ

Gullhúðað bikiní Leu Prinsessu úr Star Wars slegið á rúmar 12 milljónir króna

Gullflúrað þrælabikiní Leu prinsessu úr Star Wars sem ófáa hefur dreymt um að eignast gegnum tíðina seldist á uppboði fyrir fáeinum dögum og var slegið hæstbjóðanda á litla 96.000 dollara – sem jafngildir u.þ.b. 12.300.000 íslenskum krónum.

1460951697801859909

Lea, sem klæddist bikiníinu nauðug undir járnhörðum einræðistilburðum Jabba the Hut, en prinsessan var einnig hlekkjuð meðan á múnderingunni stóð og hlaut kaupandinn keðjurnar sem héldu Leu fanginni í kaupbæti.

_85910773_c43b2bc1-3b75-4dad-b840-ed767859dd7e

BBC greinir frá sölunni en þar segir einnig að hálsól Leu, hlekkirnir sjálfir og svo einnig staðfestingarnóta frá Richard Miller, sem var búningahönnuður myndarinnar hafi fylgt með í kaupunum. Fyrir þá sem ekki vita, var frumgerðin hönnuð úr mjúku og eftirgefanlegu, rauðu gúmmíi sem gyllt var sérstaklega í þeim tilgangi að gera bikiní ambáttarinnar því meira æsandi.

slave-leia-outfit

Engum gat órað fyrir vinsældum bikiníis Leu prinsessu meðan tökur stóðu enn yfir á því herrans ári 1983 og sagði Carrie Fisher þannig í kynningarviðtali við Rolling Stones um það leyti sem The Return of the Jedi kom út:

Hún [Lea Prinsessa] sýnir á sér kvenlegri hliðar; hún er meira styðjandi og hlýrri. En gleymum því aldrei að þessar kvikmyndir endurspegla í raun og veru hugaróra ungra drengja. Þess vegna var ein leiðin til að gera Leu kvenlegri sú, að láta hana einfaldlega fækka fötum.

Carrie fær enn þann dag í dag spurningar um bikiní ambáttarinnar en hér má sjá nýlegt viðtal við leikkonuna sem einmitt mun fara með hlutverk í nýjustu Star Wars myndinni sem brátt verður frumsýnd:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!