KVENNABLAÐIÐ

K R A F T A V E R K: Hrífandi fæðingarmyndir sem sýna stöðu barna í móðurkviði

Allt öðruvísi og gullfallegar fæðingarljósmyndir eru sérgrein hollenska ljósmyndarans Marry Fermont sem fangar nýfædd börn sem enn eru í fósturstellingu á filmu. Marry ferðast með foreldrum gegnum það magnaða ferli sem fæðingin sjálf er og smellir af fegurstu myndunum þegar börnin líta dagsljós í allra fyrsta sinn.

Marry tekur þess utan hefðbundnar ljósmyndir af allri fjölskyldunni en leitast við að ljósmynda börnin rétt eins og þau voru í móðurkviði; í hnipri og vel varin fyrir áreiti umhverfisins.

Í viðtali við Huffington Post sagðist Marry hafa orðið hugfangin við fyrstu sýn og að foreldrarnir hefðu einnig verið frá sér numin af gleði:

Þegar ég ljósmyndaði fæðingu í fyrsta sinn, sýndi ljósmóðirin foreldrunum hvernig barnið var staðsett í móðurkviði. Barnið, sem er alveg nýkomið í heiminn, virðist svo stórt að það er nær óhugsandi að barnið hafi nokkru sinni hreiðrað um sig í makindum í móðurkviði. En ljósmóðirin getur engu að síður sýnt foreldrunum hver staða barnsins var fyrir fæðingu, sem svo aftur varpar ljósi á hvernig barnið komst fyrir.

55f1d9bf1400002e002e555f

Sjálf hefur Marry verið viðstödd yfir 100 fæðingar og segist oft biðja ljósmóðurina um að hjálpa barninu í fósturstellinguna svo hún geti smellt af mynd. Stundum er það hinn nýbakaði faðir sem heldur á barninu, en þegar Marry fæddi sitt eigið barn í júlí sl. bað hún ljósmyndarann sem viðstaddur var hennar eigin fæðingu, að gera slíkt hið sama.

Ég er enn meðvitaðri um hversu mikilvægar fallegar barnaljósmyndir eru í augum foreldra, eftir að ég varð móðir sjálf. Ljósmyndirnar þjóna ekki bara þeim tilgangi að halda minningum á lofti; þær skrásetja líka sjálft fæðingarferlið og allt sem gerðist.

Með ljósmyndunum segist Marry vonast til þess að fólk öðlist dýpri skilning og sjái fegurðina sem fólgin er í meðgöngu og fæðingu:

Mig langar að varpa ljósi á hversu mikið kraftaverk ef fólgið í barnsfæðingu og hvað nýfætt barn er í raun mikið undraverk. Hugsið ykkur bara, að nýtt líf skuli geta vaxið og dafnað í móðurlífi konu. Sköpunarverkið er svo magnað ferli.

Dásamlegar hugrenningar og gullfallegar ljósmyndir en Marry heldur úti vefsíðu og Facebook síðu þar sem skoða má fleiri verk hennar:

  • MARRY FERMONT/FERMONT FOTOGRAFIE
  • MARRY FERMONT/FERMONT FOTOGRAFIE
  • MARRY FERMONT/FERMONT FOTOGRAFIE
    MARRY FERMONT/FERMONT FOTOGRAFIE
  • MARRY FERMONT/FERMONT FOTOGRAFIE
  • MARRY FERMONT/FERMONT FOTOGRAFIE
  • MARRY FERMONT/FERMONT FOTOGRAFIE
    MARRY FERMONT/FERMONT FOTOGRAFIE
    • MARRY FERMONT/FERMONT FOTOGRAFIE
    • MARRY FERMONT/FERMONT FOTOGRAFIE
      MARRY FERMONT/FERMONT FOTOGRAFIE
      MARRY FERMONT/FERMONT FOTOGRAFIE
      MARRY FERMONT/FERMONT FOTOGRAFIE
    • MARRY FERMONT/FERMONT FOTOGRAFIE
      MARRY FERMONT/FERMONT FOTOGRAFIE
    • MARRY FERMONT/FERMONT FOTOGRAFIE
    • MARRY FERMONT/FERMONT FOTOGRAFIE
    • MARRY FERMONT/FERMONT FOTOGRAFIE
    • MARRY FERMONT/FERMONT FOTOGRAFIE

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!