Lakkrís er sjúklega góður og sérlega ef hann er notaður í matar-og kökugerð. Hér er uppskrift að Lakkrís KOSSUM sem eru geggjaðir í stelpuboðið, saumaklúbbana eða bara þegar þig langar í eitthvað smávegis sætt og með unaðslegu lakkrísbragði!
3 eggjahvítur
150 g sykur
2 tsk. lakkrísduft
Marengs er ekkert mál!
Stífþeyttu eggjahvíturnar og þeyttu svo sykurinn og 1 tsk af lakkrísduftinu samanvið. Settu marengsinn í rjómasprautupoka með stjörnuenda og sprautaðu toppunum í litla kossa á bökunarplötu sem lögð er með bökunarpappír. Drussaðu lakkríduftinu yfir kossana og bakaðu á 100° í ca. 80-90 mínútur allt eftir stærð kossanna.
Uppskrift eftir Anne Damsgaard. ljósmynd Carina Krüger. Familie Journal.