Þær fæddust samvaxnar á maganum og eru gullfallegar litlar stúlkur og þurftu að undirgangast þunga skurðaðgerð sem gerði læknum kleift að skilja þær Þær Maria Clara og Maria Eduarda Oliveire Santana að, þegar stúlkurnar voru aðeins 4 mánaða gamlar.
Skurðaðgerðir sem þessar eru flóknar og áhættusamar í eðli sínu, en sérhæfðu læknateymi á barnaspítalanum í Goiânia, Brasilíu tókst að ljúka sex klukkustunda langri aðgerð og hafði mamnleg færni þannig getur í baráttunni við fæðingargallann, en fyrir einungis fáeinum árum síðan hefði þótt óhugsandi að aðskilja litlu stúlkurnar, sökum áhættunnar sem slíkum aðgerðum fylgir.
Litlu stúlkurnar dafna vel í dag, samkvæmt því sem kemur fram á vef The Huffington Post, en að beiðni foreldranna sjálfra myndaði ljósmyndarinn Mateus André ferlið, bæði fyrir og eftir aðgerðina og sjálft bataferlið, sem er kraftaverk í sjálfu sér.
Sjálfur sagði André í viðtali við Huff Post að ferlið hefði verið ævintýri líkast:
Að ljósmynda litlu stúlkurnar var ótrúlegt; svo mikið vonarferli. Ég lærði mikið á ferlinu sjálfu og þá sérstaklega lærðist mér virðing fyrir þeim sem þjóðfélagið reynir að sópa undir teppið. Fela bak við luktar dyr. Við eigum öll virðingu og mannúð skilið, óháð því hver á í hlut.
Foreldrar litlu stúlknanna heita Denise Borges Oliveira og Caique Santana Ramos dos Santos, en bæði eru tvítug að aldri en það var alger tilviljun að André fékkst til að ljósmynda ferli litlu systranna, sem fæddust samvaxnar en voru aðskildar með fyrrgreindum afleiðingum.
Ljósmyndaröðin er hreint út sagt ótrúleg; litlu stúlkurnar eru gullfallegar og foreldrar þeirra eru í sjöunda himni yfir árangri skurðaðgerðarinnar, ekki hvað síst vegna þess að nú geta litlu stúlkurnar þroskast eðlilega og lúrt í fangi foreldra sinna – ein í einu.
Hér má sjá myndaröðina sjálfa – magnað ferli sem hefði þótt óhugsandi sökum áhættunnar, fyrir einungis fáeinum árum: