KVENNABLAÐIÐ

Ert þú með „bucket lista” yfir það sem þig langar að prófa í kynlífi?

Þú ert nú eflaust með lista yfir það sem þig langar að gera í lífinu – kannski hlaupa maraþon, synda með höfrungum eða fallhlífarstökk.

En hefur þú spáð í alla heitu hlutina sem svefnherbergið (eða aðrir staðir innan veggja heimilisins) bjóða upp á ?

Að gera lista yfir þá hluti sem þig langar að prófa í kynlífinu gerir þá frekar raunverulega en ella. Hér eru nokkur „moves” til að koma þér af stað með þinn lista.

Upplyftingin

Sexpert Lisa Sweet höfundur bókarinnar 365 Sex Thrills segir að það að beygja sig fram, setja hendurnar á flötinn fyrir framan þig og þrýsta rassinum vel upp í loft (getur hugsað þetta eins og „downward-facing dog” í jóga). Svo á karlmaðurinn að standa fyrir aftan þig með fætur í sundur og hendur á mjöðmunum á þér. Þegar hann er svo komin inn í þig þá átt þú að ráða ferðinni með því að lyfta þér upp og niður og þrýsta rassinum að honum. Og mundu að þú stjórnar.  Þessi stelling örvar G-blettinn vel og ef karlmaðurinn vill gera þetta meira „hot“ að þá rennir hann höndunum framan á þig og nuddar snípinn.

Auglýsing

Kynlíf strax eftir ræktina

Kynlíf er afar gott strax eftir ræktina. Rannsókn í The Journal of Sexual Medicine segir að konur fái um 150% meiri örvun eftir 20 mínútna brennslu, en þessi örvun hverfur eftir um hálftíma. Svo, drífa sig beint í sturtu og heim og nýta þessa miklu örvun í heitt kynlíf.

Horfið á erótík sem örvar ykkur bæði

Hættið sjónvarpsglápi og smellið frekar í gang erótískri mynd sem æsir ykkur bæði upp. Rannsóknir sýna að karlmenn vilji frekar horfa á klámmyndir á meðan konur vilji myndir sem eru erótískar en sýna ekkert of mikið. Prufið að horfa á Intimate Encounters, Blue Valentine, Wild Orchid eða 9 And a Half Week.

Prófið að nota besta kynlífsleikfang sem hefur verið framleitt

Það þarf pláss í náttborðsskúffunni. The Zuma Vibe er framleitt af Icon Brands og er víbrator sem hefur tvo mótora og örvar bæði snípinn og G-blettinn í einu. Og það sem meira er, efnið í þessari græju hitnar með þínum líkamshita.

 

 

Þessi grein er bútur og er birt í samstarfi við heilsu- og lífsstílsvefinn HEILSUTORG – smelltu HÉR til að lesa um eðli og gagnsemi erótískra hugaróra: 

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!