KVENNABLAÐIÐ

Hristu upp í þeim græna! – Þessi vökvagrunnur er DÁSAMLEGUR í BOOSTINN!

Íðilgrænn og brakandi ferskur, svalandi morgundrykkur er varla nokkuð sem varið er í – nema vökvamagnið sem fer í drykkinn sé hæfilega ígrundað. Ef vökvann vantar, verður græni þeytingurinn alltof þykkur og innihaldsefnin verða að fara vel saman.

Það er engin þörf á því að setja alltaf í sömu uppskriftina og í raun er dásamlegt að skipta út einu innihaldsefni fyrir annað; líkaminn þarf á vatni að halda og meira að segja grænt te getur verið frábær viðbót út í græna morgunþeytinginn.

Það er heilnæmara að breyta til öðru hverju; annars fær líkaminn gnægt af einu næringarefni en fer að skorta önnur – þess vegna er ljómandi hugmynd að skipta út einu fyrir annað og auka þannig á fjölbreytni bætiefnainntöku gegnum sjálfa fæðuna.

Hér fara fáeinar tillögur að vökva sem fara vel í græna morgunþeytinginn og geta aukið á fjölbreytnina og bætiefnainnihaldið – ljúffengt, svalandi og ferlega gott!

water

Ískalt vatn:

Vatn er dásamlegt grunnefni í heilsudrykkina og í raun ein tærasta viðbótin sem hægt er að velja. Vatn er líkamanum alveg nauðsynlegt og hjálpar líkamanum að losa sig við óæskileg aukaefni sem berast með fæðu og andrúmsloftinu. Veldu vatn þegar þú ert á höttunum eftir ódýrri, þægilegri og einfaldri leið til að þynna út græna drykkinn.

almond_milk1

Möndlumjólk:

Möndlumjólkin er laktósalaus; hún ber með sér mildan keim og er sneisafull af E-vítamíni, próteini og trefjum. Möndlumjólkin er auðmeltanleg, gersneidd kólestróli og er fitusnauð. Hægt er að gera möndlumjólk í eldhúsinu heima með sáralitlum tilkostnaði en ef þú verslar möndlumjólk úti í búð, skaltu velja sykurlausa möndlumjólk. Möndlumjólkin er tilvalin í haustdrykkinn!

CocOganic-coconut-water-1

Kókosvatn:

Kókosvatnið er hægt að vinna á tvo vegu; ýmist með því að „mjólka” hnetuna sjálfa, eða með því að versla tilbúna kókosmjólk í góðri heilsuverslun. Kókosvatnið er ríkt af steinefnum og eykur orku en er kaloríusnautt, laust við fitu og iðulega sykur (nema búið sé að bæta sætuefnum í tilbúið kókosvatn), en ófáir velja kókosvatnið út í græna drykkinn vegn þess að steinefnasamsetningin í kókosvatninu eykur orku og úthald.

Kókosmjólk:

Þú getur búið til heimalagaða kókosmjólk í eldhúsinu heima, sbr. ÞESSA uppskrift. Kókosmjólkin er unnin með því að leggja ferskar kókosflögur í vatn, sía svo kókosflögurnar frá og kreista út rjómakennda vatnsblönduna sem gefur af sér náttúrulega sæta og bragðgóða kókosmjólk. Sjálf kókosmjólkin inniheldur talsvert magn af próteini, trefjum og öðrum nauðsynlegum næringarefnum, en  kókosmjólkin er einnig hitaeininga- og fiturík. Þar af leiðandi, ef halda á í við kaloríurnar – ætti að spara kókosmjólkina og notast jafnvel við þennan grunn að meðaltali einu sinni í viku. Kókosmjólkin er styrkjandi fyrir hjartað en getur hindrað þyngdartap ef hennar er neytt á hverjum degi.  

orange juice

Nýkreistur ávaxtasafi:

Sítrusávextir innihalda gagnleg andoxunarefni og eru sneisafullir af vítamínum sem og ensímum. En sítrusávextir og þar af leiðandi nýkreistur appelsínusafi inniheldur einnig mikið magn af frúktósa – eða einsykrum – sem þarf einnig að hafa hugfast þegar nýkreistur safi er notaður út í græna drykkinn. Gott er að setja örlítið meira af grænum spínatlaufum og jafnvel berjum, ferskju og eplum út í slíka drykki – að ekki sé talað um örlítið magn af vatni til að létta drykkinn.

ricemilk

Rísmjólk:

Rísmjólk er tilvalin viðbót í græna drykkinn; rísmjólkin inniheldur ekki mikið magn af próteini en því meira af kalki og kólestrólmagnið er minna en í kúamjólk. Próteinskortinn má svo vinna upp gegnum græna kálið og hnetusmjör, svo einhver dæmi séu tekin. Rísmjólkin er sæt frá náttúrunnar hendi, laus við frúktósa og gefur mildan keim í morgundrykkinn.

greentea3_0

Grænt te: 

Já! Þú getur blandað grænt te í stóra flösku, kælt vel inni í ísskáp og notað sem grunn í græna drykkinn! Grænt te er heilnæmt og styrkjandi, hollt fyrir hörundið og inniheldur örlítið magn af koffeini, sem getur hresst upp á gráu sellurnar og komið líkamanum í gang að morgni til. Dásamleg leið til að draga úr kaffidrykkju án þess að taka koffein með öllu út – að ekki sé minnst á hversu miklu hollara það er að njóta græna morgundrykksins með örlitlu koffeinívafi en að þamba kaffi á leið til vinnu!

Njótið vel!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!