Föðursystir mín hún Ásdís gaf mér krukku af þessari heimatilbúnu rauðlaukssultu og það var slegist um krukkuna mætti eiginlega segja.
Alveg meiriháttar góð með flest öllum mat.
Hráefni:
• 4 rauðlaukar, saxaðir
• 2msk smjör
• 2msk rauðvínsedik
• 2msk rifsberjahlaup
• 1msk maple síróp
• 100 gr sykur = hálfur bolli
• 1-2 msk vatn
• smá salt, eftir smekk
Leiðbeiningar:
Bræða smjörið, laukur útá, sykur, síróp, sulta og edik og vatn. Þetta er soðið þar til það þykknar. Alls ekki brúna laukinn. Svona er þetta sirka, svo bara prófarðu þig áfram til að finna rétta bragðið.
Uppskriftin var áttfölduð og gefur þá 17 krukkur – 250 ml í krukku.
Hráefni:
8x 4 rauðlaukar, saxaðir = 32
8x 2msk smjör = 16 (hálf dós)
8x 2msk rauðvínsedik = 16 (240 ml)
8x 2msk rifsberjahlaup = 16 (ath fór 1 krukka = 400 gr af gammel dansk hlaupi)
8x 1msk maple síróp = 8 (notaði bláberja sýróp)
8x 100 gr sykur = 800 gr (ath 100 g er = hálfur bolli)
8x 1-2 msk vatn = 8 msk
• smá salt, eftir smekk
Leiðbeiningar (þær sömu og áðan):
Bræða smjörið, laukur útá, sykur, síróp, sulta og edik og vatn. Þetta er soðið þar til það þykknar. Alls ekki brúna laukinn. Svona er þetta sirka, svo bara prófar þú þig bara aðeins áfram ef þér finnst bragðið ekki nógu gott.