Hæ! Við misstum af Alþjóðlega kanínudeginum, sem var haldinn hátíðlegur um alla veröld þann 26 september! Hvernig gátu þessi litlu krútt sloppið undan vökulum augum ritstjórnar? Er of seint að halda daginn í heiðri? Yfirkrútta og hnusa út í loftið? Er til eitthvað sætara en kafloðnar kanínur sem kúka í öll horn og éta allt sem á tönn festir?
Svona í fullri alvöru talað; ef þú ert að hugsa um að fá þér kanínu máttu vita að hægt er að kenna kanínum að kúka í sand. Gælukanínur geta orðið allt að tólf ára gamlar og jafnvel eldri en það. En að eiga kanínu er vandasamt verk og þess vegna ættu þeir sem vilja eiga kanínu að gæludýri að lesa sér vel til um önnun og umhirðu kanína. Ófá dýraathvörf eru stútfull af elskulegum, kafloðnum og ægikrúttlegum kanínum sem voru keyptar í æðiskasti og gefnar í burtu einhverju síðar.
Hugsum því fallega til dýranna, elsku vinir og sérstaklega kanína – sem allt gera gott og græða, með silkimjúkum feldinum, hnusandi og blautum nebba og ægilegri ást á káli og gulrótum. Kanínur eru yndislegar og hér fara tuttugu vel rökstuddar svipmyndir af kafloðnum krúttum sem einmitt sanna að fátt er sætara en kanínur:
@BoredPanda